Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2023 15:05 Fastagestir í Vesturbæjarlaug í Reykjavík verða að baða sig annars staðar á morgun. Vísir/Vilhelm Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“ Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“
Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira