Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2023 10:38 George Santos hefur verið staðinn að umfangsmiklum lygum um feril sinn og mörgum spurningum er ósvarað um fjármál hans. EPA/WILL OLIVER Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans. Santos mun sitja í vísinda-, geim-, og tækninefnd fulltrúadeildarinnar og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Í frétt New York Times segir að Santos hafi sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en þessum tveimur, utanríkismála- og fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar. Þær tvær nefndir sem hann fékk svo sæti í þykja ekki eins mikilvægar en það að hann hafi verið skipaður í þær þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins, sem stjórna fulltrúadeildinni með naumum meirihluta, ætli ekki að taka mál þingmannsins hörðum tökum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ekki viljað gagnrýna Santos og hefur ekki tekið undir áköll meðlima flokksins úr kjördæmi þingmannsins um að hann eigi að segja af sér. Þess í stað hefur McCarthy lagt til að siðferðisnefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki Santos. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Minnst tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa einnig kallað eftir slíkri rannsókn en í frétt NYT segir að sú nefnd hafi lengi verið gagnrýnd fyrir mikinn hægagang. Eins og áður segir hefur Santos reynst marglyginn um sögu sína, afrek og fjölskyldu. Þá hafa hlutlaus eftirlitssamtök lagt fram kvörtun gegn honum til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) en samtökin segja að hann hafi líklega brotið kosningalög. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Þá eru saksóknarar einnig með Santos til rannsóknar. McCarthy sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf haft spurningar um feril Santos og sömuleiðis að hann hefði rætt við þingmanninn um það að einn af aðstoðarmönnum hans hefði þóst vera starfsmannastjóri McCarthy við fjáröflun. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Santos mun sitja í vísinda-, geim-, og tækninefnd fulltrúadeildarinnar og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Í frétt New York Times segir að Santos hafi sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en þessum tveimur, utanríkismála- og fjármálanefnd fulltrúadeildarinnar. Þær tvær nefndir sem hann fékk svo sæti í þykja ekki eins mikilvægar en það að hann hafi verið skipaður í þær þykir til marks um að leiðtogar Repúblikanaflokksins, sem stjórna fulltrúadeildinni með naumum meirihluta, ætli ekki að taka mál þingmannsins hörðum tökum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur ekki viljað gagnrýna Santos og hefur ekki tekið undir áköll meðlima flokksins úr kjördæmi þingmannsins um að hann eigi að segja af sér. Þess í stað hefur McCarthy lagt til að siðferðisnefnd fulltrúadeildarinnar rannsaki Santos. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Minnst tveir þingmenn Demókrataflokksins hafa einnig kallað eftir slíkri rannsókn en í frétt NYT segir að sú nefnd hafi lengi verið gagnrýnd fyrir mikinn hægagang. Eins og áður segir hefur Santos reynst marglyginn um sögu sína, afrek og fjölskyldu. Þá hafa hlutlaus eftirlitssamtök lagt fram kvörtun gegn honum til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) en samtökin segja að hann hafi líklega brotið kosningalög. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Þá eru saksóknarar einnig með Santos til rannsóknar. McCarthy sagði fyrr í vikunni að hann hefði alltaf haft spurningar um feril Santos og sömuleiðis að hann hefði rætt við þingmanninn um það að einn af aðstoðarmönnum hans hefði þóst vera starfsmannastjóri McCarthy við fjáröflun.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira