Reglugerðin var tilbúin áður en ráðherra tilkynnti ákvörðunina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. janúar 2023 06:54 Takmörkuð umræða virðist hafa farið fram á stjórnarheimilinu um ákvörðun dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Reglugerð um heimild lögreglu til að nota rafbyssur hefur verið samin og undirrituð af dómsmálaráðherra. Hún tekur gildi um leið og hún birtist í Stjórnartíðindum, sem verður á næstu dögum. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í dómsmálaráðherrann sjálfan, Jón Gunnarsson. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að lögregla hefði þegar hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá væri verið að undirbúa innkaup vopnanna en þau færu líklega í útboð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var reglugerðin undirrituð skömmu fyrir áramót, sem vekur athygli þar sem ráðherra greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum um að veita lögreglu umrædda heimild 30. desember. Það gerði hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Svo virðist sem lítið hafi verið rætt um ákvörðun ráðherra meðal stjórnarflokkanna en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi sama dag að tíðindin kæmu sér á óvart og það væri hennar mat að meiri umræður þyrftu að eiga sér stað. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Málið yrði rætt í ríkisstjórn og eðlilegt að einhver umræða færi fram á Alþingi sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu eru fleiri landsmenn á móti auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Aðeins 8,1 prósent sögðust mjög hlynnt og um 20 prósent fremur hlynnt auknum vopnaburði en 19,3 prósent sögðust mjög andvíg og 22,5 prósent fremur andvíg. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í dómsmálaráðherrann sjálfan, Jón Gunnarsson. Jón sagði í samtali við blaðið í gær að lögregla hefði þegar hafið mótun verklagsreglna um rafbyssur og undirbúning þjálfunar í notkun þeirra. Þá væri verið að undirbúa innkaup vopnanna en þau færu líklega í útboð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var reglugerðin undirrituð skömmu fyrir áramót, sem vekur athygli þar sem ráðherra greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum um að veita lögreglu umrædda heimild 30. desember. Það gerði hann í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu. Svo virðist sem lítið hafi verið rætt um ákvörðun ráðherra meðal stjórnarflokkanna en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði í samtali við Vísi sama dag að tíðindin kæmu sér á óvart og það væri hennar mat að meiri umræður þyrftu að eiga sér stað. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Málið yrði rætt í ríkisstjórn og eðlilegt að einhver umræða færi fram á Alþingi sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu eru fleiri landsmenn á móti auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Aðeins 8,1 prósent sögðust mjög hlynnt og um 20 prósent fremur hlynnt auknum vopnaburði en 19,3 prósent sögðust mjög andvíg og 22,5 prósent fremur andvíg.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira