Hættir sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 16:21 Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur tilkynnt að hann muni láta af starfi sínu þann 1. maí nk. og fara á eftirlaun. Þetta kemur fram á vef sambandsins. Hann segist ætla að skila af sér góðu búi til arftaka síns. Karl var ráðinn bæjarstjóri á Selfossi árið 1986, aðeins 29 ára að aldri, og gegndi því starfi til ársins 1998 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra í hinu nýstofnaða sveitarfélagi Árborg. Árið 2002 tók hann við starfi sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, sem þá var nýstofnað, og sinnti því starfi þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri sambandsins 1. september 2008. Á fyrri árum starfaði hann sem sérfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Karl hefur átt sæti í fjölda nefnda, ráða, stjórna og starfshópa fyrir sambandið, sveitarfélögin og ríkið í tengslum við störf sín. Starfsferill hans, sem spannar rúmlega 40 ár frá því að hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr þjóðhagskjarna (Cand.oecon) frá Háskóla Íslands, hefur því allur verið helgaður sveitarstjórnar- og byggðamálum. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að hafa starfað á sveitarstjórnarstiginu öll þessi ár. Ég hef haft tækifæri til að kynnast fjölda skemmtilegs og áhugaverðs fólks á starfsævinni, vinnufélagar mínir og samstarfsfólk hafa veitt mér mikla gleði og færi ég öllum viðkomandi kærar þakkir fyrir samskiptin og samstarfið. Einnig er ég þakklátur fyrir allan þann skilning sem fjölskylda mín hefur sýnt öll þessi ár vegna þeirrar fjarveru frá heimili sem óhjákvæmilega fylgir þeim erilsömu störfum sem ég hef sinnt. Ég er þó ekki alveg hættur enn sem komið er og stefni ég að því að skila af mér góðu búi til arftaka míns þ. 1. maí nk.“, segir Karl Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri sambandsins. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði starf framkvæmdastjóra sambandsins auglýst laust til umsóknar. Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Karl var ráðinn bæjarstjóri á Selfossi árið 1986, aðeins 29 ára að aldri, og gegndi því starfi til ársins 1998 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra í hinu nýstofnaða sveitarfélagi Árborg. Árið 2002 tók hann við starfi sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, sem þá var nýstofnað, og sinnti því starfi þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri sambandsins 1. september 2008. Á fyrri árum starfaði hann sem sérfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Karl hefur átt sæti í fjölda nefnda, ráða, stjórna og starfshópa fyrir sambandið, sveitarfélögin og ríkið í tengslum við störf sín. Starfsferill hans, sem spannar rúmlega 40 ár frá því að hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr þjóðhagskjarna (Cand.oecon) frá Háskóla Íslands, hefur því allur verið helgaður sveitarstjórnar- og byggðamálum. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að hafa starfað á sveitarstjórnarstiginu öll þessi ár. Ég hef haft tækifæri til að kynnast fjölda skemmtilegs og áhugaverðs fólks á starfsævinni, vinnufélagar mínir og samstarfsfólk hafa veitt mér mikla gleði og færi ég öllum viðkomandi kærar þakkir fyrir samskiptin og samstarfið. Einnig er ég þakklátur fyrir allan þann skilning sem fjölskylda mín hefur sýnt öll þessi ár vegna þeirrar fjarveru frá heimili sem óhjákvæmilega fylgir þeim erilsömu störfum sem ég hef sinnt. Ég er þó ekki alveg hættur enn sem komið er og stefni ég að því að skila af mér góðu búi til arftaka míns þ. 1. maí nk.“, segir Karl Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri sambandsins. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði starf framkvæmdastjóra sambandsins auglýst laust til umsóknar.
Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira