Innlent

Einungis fjöru­tíu plast­pokar á mann árið 2025

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hér má sjá einstakling ganga um þrjá plastpoka. Taki reglugerðin gildi hér á landi má þessi einstaklingur einungis fara í þrettán svona verslunarferðir á ári, nema pokarnir séu nýttir aftur. 
Hér má sjá einstakling ganga um þrjá plastpoka. Taki reglugerðin gildi hér á landi má þessi einstaklingur einungis fara í þrettán svona verslunarferðir á ári, nema pokarnir séu nýttir aftur.  Nordicphotos/Getty

Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins þurfa þjóðir innan sambandsins að takmarka plastpokanotkun sína fyrir árið 2025. Í tilskipuninni segir að allir íbúar sambandsins megi ekki nota fleiri en fjörutíu plastpoka á ári. Verði tilskipunin að reglugerð þurfa Íslendingar líklegast einnig að fara eftir henni. 

Norska ríkissjónvarpið (NRK) vekur athygli á þessu. Þar kemur fram að líklegt sé að tilskipunin verði að reglugerð. Þá þurfa EFTA-ríkin þrjú sem einnig eru í hluti af evrópska efnahagssvæðinu (EES), Ísland, Noregur og Liechtenstein, að ákveða hvort reglugerðin eigi við sig. Samkvæmt grein NRK eru reglugerðir sem varða umhverfismál oftast talin varða ríkin þrjú. 

Árið 2016 skilaði starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins tillögum um aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka. Tillögurnar voru í samræmi við tilskipun ESB um að plastpokar yrðu fjörutíu stykki á mann árið 2025. Hér má lesa tillögurnar og skýrsluna í heild sinni. 

Árið 2017 fór af stað landsátak gegn plastpokanotkun. Þá notuðu Íslendingar 35 milljón plastpoka á ári, um það bil 105 poka á mann. 

Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því árið 2017 þegar fjallað var um landsátakið.

Klippa: 35 milljón plastpokar á ári

Tengdar fréttir

Vilja að yfirvöld banni einnota plastpoka strax á næsta ári

Aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins gerir ráð fyrir að minnka notkun einnota plastpoka verulega hér á landi fyrir árið 2025. Yfir sex þúsund manns hafa aftur á móti ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að banna notkun plastpoka strax á næsta ár



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×