Vilja að yfirvöld banni einnota plastpoka strax á næsta ári Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 20:00 Aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins gerir ráð fyrir að minnka notkun einnota plastpoka verulega hér á landi fyrir árið 2025. Yfir sex þúsund manns hafa aftur á móti ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að banna notkun plastpoka strax á næsta ári. Fjölmörg lönd, borgir og ríki hafa undanfarið innleitt bann við notkun einnota plastpokaað einhverju eða öllu leyti. Til dæmis með því að banna ókeypis dreifingu þeirra, innleiða sérstakan plastpokaskatt og skipta þeim út fyrir pappírspoka. Í sumar var lögð fram sérstök aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að að draga úr notkun plastpoka á Íslandi í samræmi við tilskipun EES. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að í lok ársins 2018 verði óhemilt að afhenda plastpoka án endurgjalds, árið 2019 noti hver Íslendingur ekki fleiri en 90 einnota plastpoka á ári og árið 2025 ekki fleiri en 40.Plastpokar eru víða.Vísir/GettyFyrr í mánuðinum fór af stað undirskriftasöfnun, sem rúmlega rúmlega sex þúsund manns hafa nú undirritað, þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að flýta þessum áformum. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir orku - og umhverfisfræðingur er ein þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. „Við viljum hvetja hann til að setja bann sem fyrst árið 2017 og nýta næstu mánuði til að leggja grundvöllin að því að það verði hægt. Það er verið að gera eitthvað og það er fagnaðarefni en við viljum náttúrlega sjá að það sé gert meira, og það er alveg hægt að gera meira. Við getum alveg gert meira en er verið að leggja til þarna,“ segir hún. Þórhildur segir að Íslendingar séu opnir fyrir umhverfisvænum breytingum og að það sé auðvelt að venja sig á að nota fjölnota innkaupapoka. „Við sjáum enga ástæðu til þess að vera að bíða eitthvað með þessar aðgerðir. Við viljum sýna það með undirskriftasöfnuninni að neytendur eru tilbúnir. Við þurfum bara aðeins meiri hjálp til að taka umhverfisvænar ákvarðanir. Ég held að Ísland sé alveg kjörið land til að taka þetta skref og sýna samstöðu í því,“ segir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins gerir ráð fyrir að minnka notkun einnota plastpoka verulega hér á landi fyrir árið 2025. Yfir sex þúsund manns hafa aftur á móti ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að banna notkun plastpoka strax á næsta ári. Fjölmörg lönd, borgir og ríki hafa undanfarið innleitt bann við notkun einnota plastpokaað einhverju eða öllu leyti. Til dæmis með því að banna ókeypis dreifingu þeirra, innleiða sérstakan plastpokaskatt og skipta þeim út fyrir pappírspoka. Í sumar var lögð fram sérstök aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að að draga úr notkun plastpoka á Íslandi í samræmi við tilskipun EES. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að í lok ársins 2018 verði óhemilt að afhenda plastpoka án endurgjalds, árið 2019 noti hver Íslendingur ekki fleiri en 90 einnota plastpoka á ári og árið 2025 ekki fleiri en 40.Plastpokar eru víða.Vísir/GettyFyrr í mánuðinum fór af stað undirskriftasöfnun, sem rúmlega rúmlega sex þúsund manns hafa nú undirritað, þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að flýta þessum áformum. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir orku - og umhverfisfræðingur er ein þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. „Við viljum hvetja hann til að setja bann sem fyrst árið 2017 og nýta næstu mánuði til að leggja grundvöllin að því að það verði hægt. Það er verið að gera eitthvað og það er fagnaðarefni en við viljum náttúrlega sjá að það sé gert meira, og það er alveg hægt að gera meira. Við getum alveg gert meira en er verið að leggja til þarna,“ segir hún. Þórhildur segir að Íslendingar séu opnir fyrir umhverfisvænum breytingum og að það sé auðvelt að venja sig á að nota fjölnota innkaupapoka. „Við sjáum enga ástæðu til þess að vera að bíða eitthvað með þessar aðgerðir. Við viljum sýna það með undirskriftasöfnuninni að neytendur eru tilbúnir. Við þurfum bara aðeins meiri hjálp til að taka umhverfisvænar ákvarðanir. Ég held að Ísland sé alveg kjörið land til að taka þetta skref og sýna samstöðu í því,“ segir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira