Vilja að yfirvöld banni einnota plastpoka strax á næsta ári Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 20:00 Aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins gerir ráð fyrir að minnka notkun einnota plastpoka verulega hér á landi fyrir árið 2025. Yfir sex þúsund manns hafa aftur á móti ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að banna notkun plastpoka strax á næsta ári. Fjölmörg lönd, borgir og ríki hafa undanfarið innleitt bann við notkun einnota plastpokaað einhverju eða öllu leyti. Til dæmis með því að banna ókeypis dreifingu þeirra, innleiða sérstakan plastpokaskatt og skipta þeim út fyrir pappírspoka. Í sumar var lögð fram sérstök aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að að draga úr notkun plastpoka á Íslandi í samræmi við tilskipun EES. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að í lok ársins 2018 verði óhemilt að afhenda plastpoka án endurgjalds, árið 2019 noti hver Íslendingur ekki fleiri en 90 einnota plastpoka á ári og árið 2025 ekki fleiri en 40.Plastpokar eru víða.Vísir/GettyFyrr í mánuðinum fór af stað undirskriftasöfnun, sem rúmlega rúmlega sex þúsund manns hafa nú undirritað, þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að flýta þessum áformum. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir orku - og umhverfisfræðingur er ein þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. „Við viljum hvetja hann til að setja bann sem fyrst árið 2017 og nýta næstu mánuði til að leggja grundvöllin að því að það verði hægt. Það er verið að gera eitthvað og það er fagnaðarefni en við viljum náttúrlega sjá að það sé gert meira, og það er alveg hægt að gera meira. Við getum alveg gert meira en er verið að leggja til þarna,“ segir hún. Þórhildur segir að Íslendingar séu opnir fyrir umhverfisvænum breytingum og að það sé auðvelt að venja sig á að nota fjölnota innkaupapoka. „Við sjáum enga ástæðu til þess að vera að bíða eitthvað með þessar aðgerðir. Við viljum sýna það með undirskriftasöfnuninni að neytendur eru tilbúnir. Við þurfum bara aðeins meiri hjálp til að taka umhverfisvænar ákvarðanir. Ég held að Ísland sé alveg kjörið land til að taka þetta skref og sýna samstöðu í því,“ segir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins gerir ráð fyrir að minnka notkun einnota plastpoka verulega hér á landi fyrir árið 2025. Yfir sex þúsund manns hafa aftur á móti ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að banna notkun plastpoka strax á næsta ári. Fjölmörg lönd, borgir og ríki hafa undanfarið innleitt bann við notkun einnota plastpokaað einhverju eða öllu leyti. Til dæmis með því að banna ókeypis dreifingu þeirra, innleiða sérstakan plastpokaskatt og skipta þeim út fyrir pappírspoka. Í sumar var lögð fram sérstök aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að að draga úr notkun plastpoka á Íslandi í samræmi við tilskipun EES. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að í lok ársins 2018 verði óhemilt að afhenda plastpoka án endurgjalds, árið 2019 noti hver Íslendingur ekki fleiri en 90 einnota plastpoka á ári og árið 2025 ekki fleiri en 40.Plastpokar eru víða.Vísir/GettyFyrr í mánuðinum fór af stað undirskriftasöfnun, sem rúmlega rúmlega sex þúsund manns hafa nú undirritað, þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að flýta þessum áformum. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir orku - og umhverfisfræðingur er ein þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. „Við viljum hvetja hann til að setja bann sem fyrst árið 2017 og nýta næstu mánuði til að leggja grundvöllin að því að það verði hægt. Það er verið að gera eitthvað og það er fagnaðarefni en við viljum náttúrlega sjá að það sé gert meira, og það er alveg hægt að gera meira. Við getum alveg gert meira en er verið að leggja til þarna,“ segir hún. Þórhildur segir að Íslendingar séu opnir fyrir umhverfisvænum breytingum og að það sé auðvelt að venja sig á að nota fjölnota innkaupapoka. „Við sjáum enga ástæðu til þess að vera að bíða eitthvað með þessar aðgerðir. Við viljum sýna það með undirskriftasöfnuninni að neytendur eru tilbúnir. Við þurfum bara aðeins meiri hjálp til að taka umhverfisvænar ákvarðanir. Ég held að Ísland sé alveg kjörið land til að taka þetta skref og sýna samstöðu í því,“ segir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira