Bergþór segir Katrínu þjakaða af hatursorðræðublæti Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2023 11:38 Bergþór Ólason segir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur til hatursorðræðu afar valkvæða og þannig vart marktæka. vísir/vilhelm Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, telur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, seka um tvískinnung og skinhelgi þegar mannréttindi eru annars vegar. Þetta segir Bergþór í harðorðum pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „En orð forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, eru nú sem oft áður hjóm eitt. Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári.“ Hatursorðræða en bara stundum Bergþór vísar hér í mál sem komst í fréttir í síðustu viku þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins birti mynd sem honum barst úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands þar sem honum var stillt upp á glæru ásamt fasistunum Benito Mussolini og Adolf Hitler. „Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar,“ segir Bergþór. Hann segir að tveir aðilar hafi ekki talið vert að fordæma þessa framsetningu, skólameistari Verzlunarskólans og svo Katrín. „Sami forsætisráðherra og hefur sölsað undir sig alla mannréttindamálaflokka í stjórnarráðinu og talar sig hása um mikilvægi þess að koma í veg fyrir hvers kyns hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Ráðherrann ætlar meira að segja að skylda stóra hópa á alls konar námskeið í hatursorðræðu,“ segir Bergþór. Hentistefna í hatursorðræðuefnum Þingflokksformaðurinn telur Katrínu varla marktæka, orð hennar hræsnisfull og hjómið eitt: „Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári,“ segir Bergþór og gefur minna en ekkert fyrir það að Katrín sé sjálfri sér samkvæm. Allt hennar tal í þessum efnum litist af hentistefnu. „Þetta hatursorðræðublæti ráðherrans, sem löngu er orðið lúið, missir endanlega marks þegar öllum verður ljóst að reglurnar eru ólíkar eftir því hvar þú stendur í stjórnmálum eða hvers kyns þú ert.“ Alþingi Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Þetta segir Bergþór í harðorðum pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „En orð forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, eru nú sem oft áður hjóm eitt. Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári.“ Hatursorðræða en bara stundum Bergþór vísar hér í mál sem komst í fréttir í síðustu viku þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins birti mynd sem honum barst úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands þar sem honum var stillt upp á glæru ásamt fasistunum Benito Mussolini og Adolf Hitler. „Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar,“ segir Bergþór. Hann segir að tveir aðilar hafi ekki talið vert að fordæma þessa framsetningu, skólameistari Verzlunarskólans og svo Katrín. „Sami forsætisráðherra og hefur sölsað undir sig alla mannréttindamálaflokka í stjórnarráðinu og talar sig hása um mikilvægi þess að koma í veg fyrir hvers kyns hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Ráðherrann ætlar meira að segja að skylda stóra hópa á alls konar námskeið í hatursorðræðu,“ segir Bergþór. Hentistefna í hatursorðræðuefnum Þingflokksformaðurinn telur Katrínu varla marktæka, orð hennar hræsnisfull og hjómið eitt: „Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári,“ segir Bergþór og gefur minna en ekkert fyrir það að Katrín sé sjálfri sér samkvæm. Allt hennar tal í þessum efnum litist af hentistefnu. „Þetta hatursorðræðublæti ráðherrans, sem löngu er orðið lúið, missir endanlega marks þegar öllum verður ljóst að reglurnar eru ólíkar eftir því hvar þú stendur í stjórnmálum eða hvers kyns þú ert.“
Alþingi Tjáningarfrelsi Mannréttindi Tengdar fréttir Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05