Fótbolti

Við­ræður Gerrard og pólska knatt­spyrnu­sam­bandsins halda á­fram

Smári Jökull Jónsson skrifar
Steven Gerrard gæti tekið við pólska landsliðinu.
Steven Gerrard gæti tekið við pólska landsliðinu. Vísir/Getty

Steven Gerrard gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Póllands en viðræður hafa staðið yfir á milli hans og pólska knattspyrnusambandsins.

Steven Gerrard var sagt upp sem þjálfari Aston Villa í október eftir dapurt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til Villa frá skoska liðinu Rangers þar sem hann gerði góða hluti en lítið sem ekkert gekk upp hjá Gerrard með lið Villa

Hann gæti nú hins vegar tekið nokkuð óvænt skref á þjálfaraferlinum því viðræður hafa staðið yfir á milli Gerrard og pólska knattspyrnusambandsins um að hann verði næsti landsliðsþjálfari Póllands.

Czesław Michniewicz fékk ekki áframhaldandi samning sem landsliðsþjálfari pólska landsliðsins en hann stjórnaði liðinu á heimsmeistaramótinu í Katar þar sem Pólland féll út í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Frökkum.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter-síðu sinni að viðræður á milli aðilana hafi staðið yfir og að pólska knattspyrnusambandið muni ræða aftur við Gerrard í nánustu framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×