Nemendur mega taka sér blund í Keili Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 20:04 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, sem er að gera mjög góða hluti í Keili með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir. Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira