„Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 17:01 Sigríður Á. Andersen og Auður Jónsdóttir voru gestir í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Auður Jónsdóttir rithöfundur mættu í Sprengisand á Bylgjunni og ræddu þar meðal annars pólitískan rétttrúnað, tjáningarfrelsið og samfélagsmiðla. Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “ Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “
Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira