Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 16:06 Skálinn sem hefur verið byggður yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í vikunni við það hitastig, sem þarf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum. En af hverju er búið að byggja yfir? „Það er bara veðrið, sem býður ekki upp á það að steypa gólf brúarinnar öðruvísi. Við ætlum að kynda og halda hita hér svo við getum steypt í vikunni en hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið hér á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni,“ segir Lárus Þorsteinsson, verkstjóri hjá Ístaki við brúarsmíðina. Brúin er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið og fín. Lárus Þorsteinsson er verkstjóri hjá Ístak yfir smíði nýju brúarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segir að hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni. Lárus segir að stefnt sé að því að byrja að steypa nýju brúnna næsta fimmtudag. En hvað verða þeir lengi að steypa. „Það þarf 36 klukkutíma í verkið, en það á að steypa hana alveg í heilu lagi, má ekkert stoppa. Þetta eru 1260 rúmmetrar, sem fara í þetta,“ bætir Lárus við. Það þýðir að það verða um 130 fullir steypubílar frá Steypustöðinni á Selfossi, sem koma með steypuna á staðinn. Um 1260 rúmmetrar af steypu fara í gólfið, sem þýðir 130 steypubílar frá Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segist ekki vita hvenær umferð verði hleypt á nýju brúna en ekki þykir ólíklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra opni brúna með borðaklippingu en hann er búsettur í næsta nágrenni við nýja mannvirkið. Í dag er brúin einbreið yfir Stóru Laxá en nýja brúin verður tvíbreið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
En af hverju er búið að byggja yfir? „Það er bara veðrið, sem býður ekki upp á það að steypa gólf brúarinnar öðruvísi. Við ætlum að kynda og halda hita hér svo við getum steypt í vikunni en hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið hér á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni,“ segir Lárus Þorsteinsson, verkstjóri hjá Ístaki við brúarsmíðina. Brúin er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið og fín. Lárus Þorsteinsson er verkstjóri hjá Ístak yfir smíði nýju brúarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segir að hitinn inn í skálanum verði um 10 gráður þegar steypt verður en plast er sett yfir allt þakið. Mikið frost hefur verið á svæðinu síðustu vikur og mikill klaki í ánni. Lárus segir að stefnt sé að því að byrja að steypa nýju brúnna næsta fimmtudag. En hvað verða þeir lengi að steypa. „Það þarf 36 klukkutíma í verkið, en það á að steypa hana alveg í heilu lagi, má ekkert stoppa. Þetta eru 1260 rúmmetrar, sem fara í þetta,“ bætir Lárus við. Það þýðir að það verða um 130 fullir steypubílar frá Steypustöðinni á Selfossi, sem koma með steypuna á staðinn. Um 1260 rúmmetrar af steypu fara í gólfið, sem þýðir 130 steypubílar frá Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lárus segist ekki vita hvenær umferð verði hleypt á nýju brúna en ekki þykir ólíklegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra opni brúna með borðaklippingu en hann er búsettur í næsta nágrenni við nýja mannvirkið. Í dag er brúin einbreið yfir Stóru Laxá en nýja brúin verður tvíbreið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira