Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 15:16 Graskögglar þykja gott fóður í ýmsar skepnur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við. Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Það þykir skynsamlegt að horfa til framleiðslu grasköggla með byggingu graskögglaverksmiðju á Hveravöllum í Reykjahverfi rétt við Húsavík til að nýta bæði vannýttar orkuauðlindir í formi glatvarma ásamt því að nýta vannýtt ræktarlönd á svæðinu betur. Það er Fjárfestingarfélaga Þingeyinga og Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, ásamt Orkuveitu Húsavíkur, KEA, Landbúnaðarháskóla Íslands og verkfræðistofunni Eflu, sem standa að verkefninu. Pétur Snæbjörnsson er verkefnisstjóri verkefnisins. „Þetta verkefni í stuttu máli snýst um það að það þarf að láta sveitir landsins vaxa upp úr því, sem þær kunna og geta, sem er að rækta og rækta gras sérstaklega og búa til nýsköpun í landbúnaði, sem lýtur að því að auka meiri sérhæfingu og reyna að búa til verðmætasköpun úr þeim auðlindum, sem við höfum yfir að ráða,” segir Pétur og bætir við. „Þetta hljómar gríðarlega spennandi. Það eru flutt inn 200 þúsund tonn af fóðurvörum á ári og við hljótum að geta gert betur í okkar eigin ranni með þetta en við þurfum þá að nota réttu hjálpartækin. Hjálpartækin í þessu tilfelli er jarðhitinn og þar er eins og í öllum öðrum greinum er mikil sóun og það er hægt að nýta jarðhita auðlindina miklu betur.” Gert er ráð fyrir að nýja verksmiðjan verði hún að veruleika framleiði allt að 50 þúsund tonn af graskögglum á ári.Héraðsskjalasafn Árnesinga Pétur segir að verksmiðjan verði byggð ef allt gengur upp á svæði innan Norðurþings, sem heitir Reykjahverfi en þar er heitavatnssvæði við Hveravelli þar sem kemur upp 120 gráðu heitt vatn. Þegar afkastageta verksmiðjunnar er komin á fullt er ætlunin að framleiða um 50 þúsund tonn af graskögglum á ári. En hver er kostnaðurinn við svona verksmiðju? „Það er eftir að finna það endanlega út en við erum núna að fara í næsta skref verkefnisins, sem er að reyna að koma upp tilraunaframleiðslu næsta sumar þannig að við getum framleidd grasheyköggla eftir þeim aðferðum, sem ætlað er að gera,” segir Pétur. Pétur segir að heildarkostnaður við verksmiðjuna gæti verið um tveir milljarðar króna. Vonir standa til þess að starfsemi verksmiðjunnar geti hafist 2025. „Ég held að við eigum tækifæri í bættri auðlindanýtingu í landinu og með því bara að nýta hluti, sem við erum núna að sóa þá getum við bætt lífsafkomu okkar og aukið umhverfisvitundina svo mikið,” bætir Pétur við.
Norðurþing Nýsköpun Landbúnaður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira