Innlent

Kjaramál, stríðsátök og tjáningafrelsi á dagskrá

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Sprengisandur hefst á bylgjunni klukkan 10 í dag. Tengsl Kelta og Íslendinga, kjaramál, stríðsátök og tjáningarfrelsi verða í brennidepli.

Rætt verður um tilgátur um tengsl Íslendinga við Kelta og keltneska menningu við Gísla Sigurðsson prófessor, en fáir þekkja betur til þessara mála allra.

Þeir Stefán Ólafsson, prófessor og starfsmaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi af Skaganum ætla að ræða m.a. þá stefnu Eflingar að samið skuli um hærri laun á höfuðborgarsvæðinu en út á landi. Tæplega hægt að segja að þessi hugmynd hafi lægt öldurnar í launþegahreyfingunni.

Jón Ólafsson og Albert Jónsson ræða stríðið í Úkraínu og tengd mál, hafsjór af fróðleik báðir tveir um þessi efni.

Í lok þáttar mæta þær Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Auður Jónsdóttir rithöfundur. Viðfangsefnið verður pólitískur rétttrúnaður, tjáningarfrelsið, samfélagsmiðlanir, móðgunargirnin og allt það.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.