Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. janúar 2023 19:30 Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir tveimur dögum að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd í bænum. Þá segir einnig í ályktun bæjarráðs: Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um mannvirki sem fjalla um stöðvun framkvæmda eða lokun mannvirkis eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga sem fjalla um heimildir til þess að beita dagsektum. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn sinna sínum lögbundnu skyldum. „Nei, deilan um starfsemi hússins er eitt. En síðan er það hitt að hér er komið fólk og það er búið að skrá það á póstnúmerið 240, ótilgreint í Grindavík. Það er náttúrulega bara okkar skylda sem sveitarfélag, bæði félagþjónusta og annað þá er þetta fólk komið svolítið í okkar umsjá sæki það eftir aðstoð og það höfum við gert.“ Siggeir F. Ævarsson, kennari og íbúi í Grindavík skilur ekki hvað bærinn ætlar sér í málinu. „Ég hafði nú fyrir því að fletta upp reglugerðinni og þeir vísa þarna í eitthvað um að stoppa starfsemi og fleira þar eftir götum. Þannig að ef þeir stoppa starfsemina hvað þá, þeir ætla ekki í útburð samt að stoppa þetta. Eg held það væri bara gaman að vita nákvæmlega hvað þeim gengur til og hvernig þeir sjá fyrir sé að lenda þessu máli.“ Siggeir áttar sig ekki alveg á hvaða vegferð bæjaryfirvöld eru. Vinnumálastofnun mun funda með bæjaryfirvöldum í fyrramálið en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Sverrisdóttir, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Flóttamenn Hælisleitendur Grindavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir tveimur dögum að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd í bænum. Þá segir einnig í ályktun bæjarráðs: Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um mannvirki sem fjalla um stöðvun framkvæmda eða lokun mannvirkis eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga sem fjalla um heimildir til þess að beita dagsektum. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn sinna sínum lögbundnu skyldum. „Nei, deilan um starfsemi hússins er eitt. En síðan er það hitt að hér er komið fólk og það er búið að skrá það á póstnúmerið 240, ótilgreint í Grindavík. Það er náttúrulega bara okkar skylda sem sveitarfélag, bæði félagþjónusta og annað þá er þetta fólk komið svolítið í okkar umsjá sæki það eftir aðstoð og það höfum við gert.“ Siggeir F. Ævarsson, kennari og íbúi í Grindavík skilur ekki hvað bærinn ætlar sér í málinu. „Ég hafði nú fyrir því að fletta upp reglugerðinni og þeir vísa þarna í eitthvað um að stoppa starfsemi og fleira þar eftir götum. Þannig að ef þeir stoppa starfsemina hvað þá, þeir ætla ekki í útburð samt að stoppa þetta. Eg held það væri bara gaman að vita nákvæmlega hvað þeim gengur til og hvernig þeir sjá fyrir sé að lenda þessu máli.“ Siggeir áttar sig ekki alveg á hvaða vegferð bæjaryfirvöld eru. Vinnumálastofnun mun funda með bæjaryfirvöldum í fyrramálið en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Sverrisdóttir, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Flóttamenn Hælisleitendur Grindavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira