Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 10:34 Steinar Smári, meindýraeyðir fer að meðaltali í eitt útkall á viku vegna veggjalúsa Vísir/Bjarni Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“ Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00