Þjálfari argentínska landsliðsins segir að Messi gæti spilað á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 11:31 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigur Argentínumanna á HM í Katar í síðasta mánuði. Getty/Simon Bruty Heimsmeistaramótið í Katar átti að vera síðasta HM hjá Lionel Messi en nú er landsliðsþjálfarinn farinn að tala um næsta mót að fjórum árum liðnum. Lionel Scaloni var sá landsliðsþjálfari Argentínu sem fann loksins réttu blönduna í kringum Messi og hefur á síðustu árum gert liðið bæti að heimsmeisturum og Suðurameríkumeisturum. Nú vill Scaloni halda ævintýrinu áfram og reyna að sannfæra Messi um að spila fjögur ár í viðbót með landsliðinu. Lionel Messi will be 39 by the time the next @FIFAWorldCup rolls around, and @Argentina coach Lionel Scaloni says there's already a spot for him in the squad, should he choose to play https://t.co/nFrmTQXxej— beIN SPORTS (@beINSPORTS_AUS) January 11, 2023 Messi verður 36 ára gamall á þessu ári og því verður hann orðinn 39 ára gamall þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. „Ég tel að Messi geti náð næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Lionel Scaloni í viðtali á spænsku útvarpsstöðinni Calvia en ESPN segir frá. „Það fer mikið eftir því hvað hann vill sjálfur, hvað gerist á þessum tíma og að honum líði vel,“ sagði Scaloni. „Dyrnar verða alltaf opnar fyrir hann. Hann er ánægður inn á vellinum og þetta yrði frábært fyrir okkur,“ sagði Scaloni. Scaloni cree que Messi podría llegar al mundial de 2026. https://t.co/Y5ZKDJq0JF pic.twitter.com/7uEYol7wor— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) January 12, 2023 Messi hefur þegar sett leikjamet í úrslitakeppni HM og yrði fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að spila á sex heimsmeistaramótum verði hann með 2026. Messi hefur þegar líst því yfir að hann sé hættur við að hætta að spila með argentínska landsliðinu því hann vilji prufa að spila sem landsliðinu sem heimsmeistari. Messi er þegar kominn með 98 mörk í 172 landsleikjum og það væri enn ein skrautfjöðrin á hans ferli ef hann næði að skora hundrað mörk fyrir landsliðið. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Lionel Scaloni var sá landsliðsþjálfari Argentínu sem fann loksins réttu blönduna í kringum Messi og hefur á síðustu árum gert liðið bæti að heimsmeisturum og Suðurameríkumeisturum. Nú vill Scaloni halda ævintýrinu áfram og reyna að sannfæra Messi um að spila fjögur ár í viðbót með landsliðinu. Lionel Messi will be 39 by the time the next @FIFAWorldCup rolls around, and @Argentina coach Lionel Scaloni says there's already a spot for him in the squad, should he choose to play https://t.co/nFrmTQXxej— beIN SPORTS (@beINSPORTS_AUS) January 11, 2023 Messi verður 36 ára gamall á þessu ári og því verður hann orðinn 39 ára gamall þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. „Ég tel að Messi geti náð næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Lionel Scaloni í viðtali á spænsku útvarpsstöðinni Calvia en ESPN segir frá. „Það fer mikið eftir því hvað hann vill sjálfur, hvað gerist á þessum tíma og að honum líði vel,“ sagði Scaloni. „Dyrnar verða alltaf opnar fyrir hann. Hann er ánægður inn á vellinum og þetta yrði frábært fyrir okkur,“ sagði Scaloni. Scaloni cree que Messi podría llegar al mundial de 2026. https://t.co/Y5ZKDJq0JF pic.twitter.com/7uEYol7wor— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) January 12, 2023 Messi hefur þegar sett leikjamet í úrslitakeppni HM og yrði fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að spila á sex heimsmeistaramótum verði hann með 2026. Messi hefur þegar líst því yfir að hann sé hættur við að hætta að spila með argentínska landsliðinu því hann vilji prufa að spila sem landsliðinu sem heimsmeistari. Messi er þegar kominn með 98 mörk í 172 landsleikjum og það væri enn ein skrautfjöðrin á hans ferli ef hann næði að skora hundrað mörk fyrir landsliðið.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira