Infantino boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. janúar 2023 09:30 Infantino er til rannsóknar hjá svissneskum lögregluyfirvöldum. AP Photo Gianni Infantino, forseti FIFA, var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss öðru sinni í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Rannsókn hófst í júlí 2020 en Infantino fór upprunalega í yfirheyrslu í apríl í fyrra vegna málsins. Hann var þá yfirheyrður af þeim Ulrich Weder og Hans Maurer, sem einnig yfirheyrðu hann í Zurich í vikunni - en FIFA á höfuðstöðvar þar í borg. Maurer staðfesti við svissneska fjölmiðla að fundur þeirra hefði farið fram. Infantino var þá nýkominn frá Brasilíu hvar hann var við útför knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé. Rannsókn svissneskra saksóknara snýr að þremur leynifundum sem áttu sér stað árin 2016 og 2017, milli Infantino og fyrrum ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, sem sinnti þeirri stöðu á þeim tíma. Fundirnir sneru að rannsókn svissneskra yfirvalda um vafasemi starfshætti innan FIFA árin 2015 til 2019. Lauber sætir einnig rannsókn vegna málsins en hann sagði af sér sem ríkissaksóknari vegna þess árið 2020. Infantino er sakaður um „hvatningu til misbeitingar valds, brota gegn opinberri þagnarskyldu og hindrunar refsiaðgerða“ samkvæmt svissneskum fjölmiðlum. Infantino er sagður á fundunum hafa sóst eftir upplýsingum um hvar rannsókn svissneskra yfirvalda á fyrrum stjórnendum innan sambandsins væri stödd, með það fyrir augum að hafa áhrif á rannsóknina. Meðal þess sem var til rannsóknar sem fundir Infantino og Lauber snertu á voru meintar mútugreiðslur fyrrum forsetans Sepp Blatter til Michel Platini, fyrrum forseta UEFA. Platini átti að taka við af Blatter sem forseti Alþjóðasambandsins. Svissnesk yfirvöld kærðu þá báða vegna greiðslunnar í fyrra en þeir voru sýknaðir fyrir dómstólum í júlí. Því máli er þó ekki lokið vegna áfrýjunar saksóknara á dómnum. Eftir að rannsókn hófst árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Í Katar fór fram umdeilt heimsmeistaramót karla í fótbolta í desember síðastliðnum. FIFA Sviss Tengdar fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Rannsókn hófst í júlí 2020 en Infantino fór upprunalega í yfirheyrslu í apríl í fyrra vegna málsins. Hann var þá yfirheyrður af þeim Ulrich Weder og Hans Maurer, sem einnig yfirheyrðu hann í Zurich í vikunni - en FIFA á höfuðstöðvar þar í borg. Maurer staðfesti við svissneska fjölmiðla að fundur þeirra hefði farið fram. Infantino var þá nýkominn frá Brasilíu hvar hann var við útför knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé. Rannsókn svissneskra saksóknara snýr að þremur leynifundum sem áttu sér stað árin 2016 og 2017, milli Infantino og fyrrum ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, sem sinnti þeirri stöðu á þeim tíma. Fundirnir sneru að rannsókn svissneskra yfirvalda um vafasemi starfshætti innan FIFA árin 2015 til 2019. Lauber sætir einnig rannsókn vegna málsins en hann sagði af sér sem ríkissaksóknari vegna þess árið 2020. Infantino er sakaður um „hvatningu til misbeitingar valds, brota gegn opinberri þagnarskyldu og hindrunar refsiaðgerða“ samkvæmt svissneskum fjölmiðlum. Infantino er sagður á fundunum hafa sóst eftir upplýsingum um hvar rannsókn svissneskra yfirvalda á fyrrum stjórnendum innan sambandsins væri stödd, með það fyrir augum að hafa áhrif á rannsóknina. Meðal þess sem var til rannsóknar sem fundir Infantino og Lauber snertu á voru meintar mútugreiðslur fyrrum forsetans Sepp Blatter til Michel Platini, fyrrum forseta UEFA. Platini átti að taka við af Blatter sem forseti Alþjóðasambandsins. Svissnesk yfirvöld kærðu þá báða vegna greiðslunnar í fyrra en þeir voru sýknaðir fyrir dómstólum í júlí. Því máli er þó ekki lokið vegna áfrýjunar saksóknara á dómnum. Eftir að rannsókn hófst árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Í Katar fór fram umdeilt heimsmeistaramót karla í fótbolta í desember síðastliðnum.
FIFA Sviss Tengdar fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30
Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01