Infantino boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. janúar 2023 09:30 Infantino er til rannsóknar hjá svissneskum lögregluyfirvöldum. AP Photo Gianni Infantino, forseti FIFA, var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss öðru sinni í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Rannsókn hófst í júlí 2020 en Infantino fór upprunalega í yfirheyrslu í apríl í fyrra vegna málsins. Hann var þá yfirheyrður af þeim Ulrich Weder og Hans Maurer, sem einnig yfirheyrðu hann í Zurich í vikunni - en FIFA á höfuðstöðvar þar í borg. Maurer staðfesti við svissneska fjölmiðla að fundur þeirra hefði farið fram. Infantino var þá nýkominn frá Brasilíu hvar hann var við útför knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé. Rannsókn svissneskra saksóknara snýr að þremur leynifundum sem áttu sér stað árin 2016 og 2017, milli Infantino og fyrrum ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, sem sinnti þeirri stöðu á þeim tíma. Fundirnir sneru að rannsókn svissneskra yfirvalda um vafasemi starfshætti innan FIFA árin 2015 til 2019. Lauber sætir einnig rannsókn vegna málsins en hann sagði af sér sem ríkissaksóknari vegna þess árið 2020. Infantino er sakaður um „hvatningu til misbeitingar valds, brota gegn opinberri þagnarskyldu og hindrunar refsiaðgerða“ samkvæmt svissneskum fjölmiðlum. Infantino er sagður á fundunum hafa sóst eftir upplýsingum um hvar rannsókn svissneskra yfirvalda á fyrrum stjórnendum innan sambandsins væri stödd, með það fyrir augum að hafa áhrif á rannsóknina. Meðal þess sem var til rannsóknar sem fundir Infantino og Lauber snertu á voru meintar mútugreiðslur fyrrum forsetans Sepp Blatter til Michel Platini, fyrrum forseta UEFA. Platini átti að taka við af Blatter sem forseti Alþjóðasambandsins. Svissnesk yfirvöld kærðu þá báða vegna greiðslunnar í fyrra en þeir voru sýknaðir fyrir dómstólum í júlí. Því máli er þó ekki lokið vegna áfrýjunar saksóknara á dómnum. Eftir að rannsókn hófst árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Í Katar fór fram umdeilt heimsmeistaramót karla í fótbolta í desember síðastliðnum. FIFA Sviss Tengdar fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Rannsókn hófst í júlí 2020 en Infantino fór upprunalega í yfirheyrslu í apríl í fyrra vegna málsins. Hann var þá yfirheyrður af þeim Ulrich Weder og Hans Maurer, sem einnig yfirheyrðu hann í Zurich í vikunni - en FIFA á höfuðstöðvar þar í borg. Maurer staðfesti við svissneska fjölmiðla að fundur þeirra hefði farið fram. Infantino var þá nýkominn frá Brasilíu hvar hann var við útför knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé. Rannsókn svissneskra saksóknara snýr að þremur leynifundum sem áttu sér stað árin 2016 og 2017, milli Infantino og fyrrum ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, sem sinnti þeirri stöðu á þeim tíma. Fundirnir sneru að rannsókn svissneskra yfirvalda um vafasemi starfshætti innan FIFA árin 2015 til 2019. Lauber sætir einnig rannsókn vegna málsins en hann sagði af sér sem ríkissaksóknari vegna þess árið 2020. Infantino er sakaður um „hvatningu til misbeitingar valds, brota gegn opinberri þagnarskyldu og hindrunar refsiaðgerða“ samkvæmt svissneskum fjölmiðlum. Infantino er sagður á fundunum hafa sóst eftir upplýsingum um hvar rannsókn svissneskra yfirvalda á fyrrum stjórnendum innan sambandsins væri stödd, með það fyrir augum að hafa áhrif á rannsóknina. Meðal þess sem var til rannsóknar sem fundir Infantino og Lauber snertu á voru meintar mútugreiðslur fyrrum forsetans Sepp Blatter til Michel Platini, fyrrum forseta UEFA. Platini átti að taka við af Blatter sem forseti Alþjóðasambandsins. Svissnesk yfirvöld kærðu þá báða vegna greiðslunnar í fyrra en þeir voru sýknaðir fyrir dómstólum í júlí. Því máli er þó ekki lokið vegna áfrýjunar saksóknara á dómnum. Eftir að rannsókn hófst árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Í Katar fór fram umdeilt heimsmeistaramót karla í fótbolta í desember síðastliðnum.
FIFA Sviss Tengdar fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30
Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01