Infantino boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. janúar 2023 09:30 Infantino er til rannsóknar hjá svissneskum lögregluyfirvöldum. AP Photo Gianni Infantino, forseti FIFA, var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss öðru sinni í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Rannsókn hófst í júlí 2020 en Infantino fór upprunalega í yfirheyrslu í apríl í fyrra vegna málsins. Hann var þá yfirheyrður af þeim Ulrich Weder og Hans Maurer, sem einnig yfirheyrðu hann í Zurich í vikunni - en FIFA á höfuðstöðvar þar í borg. Maurer staðfesti við svissneska fjölmiðla að fundur þeirra hefði farið fram. Infantino var þá nýkominn frá Brasilíu hvar hann var við útför knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé. Rannsókn svissneskra saksóknara snýr að þremur leynifundum sem áttu sér stað árin 2016 og 2017, milli Infantino og fyrrum ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, sem sinnti þeirri stöðu á þeim tíma. Fundirnir sneru að rannsókn svissneskra yfirvalda um vafasemi starfshætti innan FIFA árin 2015 til 2019. Lauber sætir einnig rannsókn vegna málsins en hann sagði af sér sem ríkissaksóknari vegna þess árið 2020. Infantino er sakaður um „hvatningu til misbeitingar valds, brota gegn opinberri þagnarskyldu og hindrunar refsiaðgerða“ samkvæmt svissneskum fjölmiðlum. Infantino er sagður á fundunum hafa sóst eftir upplýsingum um hvar rannsókn svissneskra yfirvalda á fyrrum stjórnendum innan sambandsins væri stödd, með það fyrir augum að hafa áhrif á rannsóknina. Meðal þess sem var til rannsóknar sem fundir Infantino og Lauber snertu á voru meintar mútugreiðslur fyrrum forsetans Sepp Blatter til Michel Platini, fyrrum forseta UEFA. Platini átti að taka við af Blatter sem forseti Alþjóðasambandsins. Svissnesk yfirvöld kærðu þá báða vegna greiðslunnar í fyrra en þeir voru sýknaðir fyrir dómstólum í júlí. Því máli er þó ekki lokið vegna áfrýjunar saksóknara á dómnum. Eftir að rannsókn hófst árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Í Katar fór fram umdeilt heimsmeistaramót karla í fótbolta í desember síðastliðnum. FIFA Sviss Tengdar fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Rannsókn hófst í júlí 2020 en Infantino fór upprunalega í yfirheyrslu í apríl í fyrra vegna málsins. Hann var þá yfirheyrður af þeim Ulrich Weder og Hans Maurer, sem einnig yfirheyrðu hann í Zurich í vikunni - en FIFA á höfuðstöðvar þar í borg. Maurer staðfesti við svissneska fjölmiðla að fundur þeirra hefði farið fram. Infantino var þá nýkominn frá Brasilíu hvar hann var við útför knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé. Rannsókn svissneskra saksóknara snýr að þremur leynifundum sem áttu sér stað árin 2016 og 2017, milli Infantino og fyrrum ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, sem sinnti þeirri stöðu á þeim tíma. Fundirnir sneru að rannsókn svissneskra yfirvalda um vafasemi starfshætti innan FIFA árin 2015 til 2019. Lauber sætir einnig rannsókn vegna málsins en hann sagði af sér sem ríkissaksóknari vegna þess árið 2020. Infantino er sakaður um „hvatningu til misbeitingar valds, brota gegn opinberri þagnarskyldu og hindrunar refsiaðgerða“ samkvæmt svissneskum fjölmiðlum. Infantino er sagður á fundunum hafa sóst eftir upplýsingum um hvar rannsókn svissneskra yfirvalda á fyrrum stjórnendum innan sambandsins væri stödd, með það fyrir augum að hafa áhrif á rannsóknina. Meðal þess sem var til rannsóknar sem fundir Infantino og Lauber snertu á voru meintar mútugreiðslur fyrrum forsetans Sepp Blatter til Michel Platini, fyrrum forseta UEFA. Platini átti að taka við af Blatter sem forseti Alþjóðasambandsins. Svissnesk yfirvöld kærðu þá báða vegna greiðslunnar í fyrra en þeir voru sýknaðir fyrir dómstólum í júlí. Því máli er þó ekki lokið vegna áfrýjunar saksóknara á dómnum. Eftir að rannsókn hófst árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Í Katar fór fram umdeilt heimsmeistaramót karla í fótbolta í desember síðastliðnum.
FIFA Sviss Tengdar fréttir Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30 Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. 8. júlí 2022 08:30
Blatter gagnrýnir Infantino harðlega Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins. 22. desember 2022 16:31
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01