Úlfarnir krefjast svara um af hverju markið gegn Liverpool fékk ekki að standa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 20:15 Toti Gomes fagnaði eins og óður maður þegar boltinn söng í netinu, enda hélt hann að hann væri að slá Liverpool úr leik í FA-bikarnum. Jack Thomas - WWFC/Wolves via Getty Images Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Wolves, segir að félagið hafi sent enska knattspyrnusambandinu, FA, bréf þar sem sambandið er beðið um að útskýra af hverju þriðja mark liðsins gegn Liverpool í FA-bikarnum um liðna helgi fékk ekki að standa. Toti Gomes hélt að hann hefði tryggt Úlfunum sigurinn gegn Liverpool þegar hann taldi sig hafa breytt stöðunni í 3-2 seint í leiknum. Hann skoraði þá í kjölfarið á hornspyrnu frá Matheus Nunes. Línuvörður leiksins hafði hins vegar lyft flagginu og dæmt Nunes rangstæðan þegar hann fékk boltann aftur eftir að hornspyrnan var tekin. Margir bjuggust við því að myndbandsdómgæslan myndi snúa dómi línuvarðarins við, en eitthvað hafði klikkað við uppsetningu búnaðarins og því var engin myndavél sem sá Nunes þegar boltanum var leikið aftur til hans. Myndbandsdómgæslan gat því ekki fært nein sönnunargögn fyrir því að Nunes hafi verið réttstæður og því stóð ákvörðun línuvarðarins. „Það er augljóst að eitthvað hefur komið fyrir,“ sagði Lopetegui. „Ég hef auðvitað séð myndirnar á netinu. Ég hef mína skoðun á þessu máli og við höfum sent bréf og bíðum nú eftir útskýringu.“ Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og því þurfa liðin að mætast á nýjan leik til að skera úr um hvort þeirra kemst í fjórðu umferð FA-bikarsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool og Wolves þurfa að mætast á ný eftir dramatískt jafntefli Liverpool og Wolves gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku bikarkeppninni, FA-bikarnum í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um hvort liðið fer áfram í fjórðu umferð. 7. janúar 2023 21:54 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Toti Gomes hélt að hann hefði tryggt Úlfunum sigurinn gegn Liverpool þegar hann taldi sig hafa breytt stöðunni í 3-2 seint í leiknum. Hann skoraði þá í kjölfarið á hornspyrnu frá Matheus Nunes. Línuvörður leiksins hafði hins vegar lyft flagginu og dæmt Nunes rangstæðan þegar hann fékk boltann aftur eftir að hornspyrnan var tekin. Margir bjuggust við því að myndbandsdómgæslan myndi snúa dómi línuvarðarins við, en eitthvað hafði klikkað við uppsetningu búnaðarins og því var engin myndavél sem sá Nunes þegar boltanum var leikið aftur til hans. Myndbandsdómgæslan gat því ekki fært nein sönnunargögn fyrir því að Nunes hafi verið réttstæður og því stóð ákvörðun línuvarðarins. „Það er augljóst að eitthvað hefur komið fyrir,“ sagði Lopetegui. „Ég hef auðvitað séð myndirnar á netinu. Ég hef mína skoðun á þessu máli og við höfum sent bréf og bíðum nú eftir útskýringu.“ Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og því þurfa liðin að mætast á nýjan leik til að skera úr um hvort þeirra kemst í fjórðu umferð FA-bikarsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool og Wolves þurfa að mætast á ný eftir dramatískt jafntefli Liverpool og Wolves gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku bikarkeppninni, FA-bikarnum í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um hvort liðið fer áfram í fjórðu umferð. 7. janúar 2023 21:54 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Liverpool og Wolves þurfa að mætast á ný eftir dramatískt jafntefli Liverpool og Wolves gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku bikarkeppninni, FA-bikarnum í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um hvort liðið fer áfram í fjórðu umferð. 7. janúar 2023 21:54