Frekar tilkynning en sáttameðferð Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. janúar 2023 13:04 Helga Vala Helgadóttir segir tilkynninguna benda til þess að niðurstaða FME sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna á Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. Í tilkynningu bankans kemur fram að Íslandsbanki hafi fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir einnig að FME hafI vakið athygli á heimildum eftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt og að sáttaferlið sé nú þegar hafið. Fréttastofa hafði samband við fjármálaeftirlitið vegna málsins. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi, sagði Seðlabankann vera bundinn þagnarskyldu en benti hins vegar á reglur um heimild fjármálaeftirlitsins til þess að ljúka málum með sátt. Það hefur margoft verið gert og á annað hundrað málum hefur verið lokið með sátt síðan reglurnar tóku gildi árið 2007. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir tilkynninguna benda til þess að einhver lög hafi verið brotin. „Sko þegar að það kemur svona tilkynning frá þeim sem kann að sæta sektum, þá er auðvitað verið svona aðeins að matreiða hlutina ofan í okkur af því að við höfum enn ekki fengið að sjá neitt frá fjármálaeftirlitinu varðandi það hvaða lög voru brotin eða með hvaða hætti. En það bendir til þess að niðurstaða eftirlitsins sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna.“ Sáttameðferð eða sáttaferli sé alvanalegt orðaleg í sakamálum. „Svo er svolítið verið að velta upp núna þessu orði sem Íslandsbanki velur í sinni tilkynningu að tala um einhverja sáttameðferð. En það orð er auðvitað notað í alls kyns sakamálum, þó að lögbrot sé augljóst eða jafnvel viðurkennt af þeim brotlega þá er samt talað um sáttameðferð þegar að verið er að fjalla um mál og það minnkar ekkert sök viðkomandi þó að um sé að ræða einhverja sáttameðferð. Það er til dæmis bara notað þegar verið er að ræða möguleika á sættum í ofbeldisbrotum eða annars konar brotum. Fjármunaréttarbrotum og þess háttar.“ Frekar sé um að ræða tilkynningu. „Þetta er tilkynning í rauninni um væntanleg viðurlög skilurðu, þetta er í rauninni ekki sáttameðferð heldur bara verið að tilkynna.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Í tilkynningu bankans kemur fram að Íslandsbanki hafi fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir einnig að FME hafI vakið athygli á heimildum eftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt og að sáttaferlið sé nú þegar hafið. Fréttastofa hafði samband við fjármálaeftirlitið vegna málsins. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi, sagði Seðlabankann vera bundinn þagnarskyldu en benti hins vegar á reglur um heimild fjármálaeftirlitsins til þess að ljúka málum með sátt. Það hefur margoft verið gert og á annað hundrað málum hefur verið lokið með sátt síðan reglurnar tóku gildi árið 2007. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir tilkynninguna benda til þess að einhver lög hafi verið brotin. „Sko þegar að það kemur svona tilkynning frá þeim sem kann að sæta sektum, þá er auðvitað verið svona aðeins að matreiða hlutina ofan í okkur af því að við höfum enn ekki fengið að sjá neitt frá fjármálaeftirlitinu varðandi það hvaða lög voru brotin eða með hvaða hætti. En það bendir til þess að niðurstaða eftirlitsins sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna.“ Sáttameðferð eða sáttaferli sé alvanalegt orðaleg í sakamálum. „Svo er svolítið verið að velta upp núna þessu orði sem Íslandsbanki velur í sinni tilkynningu að tala um einhverja sáttameðferð. En það orð er auðvitað notað í alls kyns sakamálum, þó að lögbrot sé augljóst eða jafnvel viðurkennt af þeim brotlega þá er samt talað um sáttameðferð þegar að verið er að fjalla um mál og það minnkar ekkert sök viðkomandi þó að um sé að ræða einhverja sáttameðferð. Það er til dæmis bara notað þegar verið er að ræða möguleika á sættum í ofbeldisbrotum eða annars konar brotum. Fjármunaréttarbrotum og þess háttar.“ Frekar sé um að ræða tilkynningu. „Þetta er tilkynning í rauninni um væntanleg viðurlög skilurðu, þetta er í rauninni ekki sáttameðferð heldur bara verið að tilkynna.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira