Frekar tilkynning en sáttameðferð Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. janúar 2023 13:04 Helga Vala Helgadóttir segir tilkynninguna benda til þess að niðurstaða FME sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna á Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð. Í tilkynningu bankans kemur fram að Íslandsbanki hafi fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir einnig að FME hafI vakið athygli á heimildum eftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt og að sáttaferlið sé nú þegar hafið. Fréttastofa hafði samband við fjármálaeftirlitið vegna málsins. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi, sagði Seðlabankann vera bundinn þagnarskyldu en benti hins vegar á reglur um heimild fjármálaeftirlitsins til þess að ljúka málum með sátt. Það hefur margoft verið gert og á annað hundrað málum hefur verið lokið með sátt síðan reglurnar tóku gildi árið 2007. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir tilkynninguna benda til þess að einhver lög hafi verið brotin. „Sko þegar að það kemur svona tilkynning frá þeim sem kann að sæta sektum, þá er auðvitað verið svona aðeins að matreiða hlutina ofan í okkur af því að við höfum enn ekki fengið að sjá neitt frá fjármálaeftirlitinu varðandi það hvaða lög voru brotin eða með hvaða hætti. En það bendir til þess að niðurstaða eftirlitsins sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna.“ Sáttameðferð eða sáttaferli sé alvanalegt orðaleg í sakamálum. „Svo er svolítið verið að velta upp núna þessu orði sem Íslandsbanki velur í sinni tilkynningu að tala um einhverja sáttameðferð. En það orð er auðvitað notað í alls kyns sakamálum, þó að lögbrot sé augljóst eða jafnvel viðurkennt af þeim brotlega þá er samt talað um sáttameðferð þegar að verið er að fjalla um mál og það minnkar ekkert sök viðkomandi þó að um sé að ræða einhverja sáttameðferð. Það er til dæmis bara notað þegar verið er að ræða möguleika á sættum í ofbeldisbrotum eða annars konar brotum. Fjármunaréttarbrotum og þess háttar.“ Frekar sé um að ræða tilkynningu. „Þetta er tilkynning í rauninni um væntanleg viðurlög skilurðu, þetta er í rauninni ekki sáttameðferð heldur bara verið að tilkynna.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Í tilkynningu bankans kemur fram að Íslandsbanki hafi fengið í hendur frummat fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir einnig að FME hafI vakið athygli á heimildum eftirlitsins til að leggja á stjórnvaldssektir og ljúka málinu með sátt og að sáttaferlið sé nú þegar hafið. Fréttastofa hafði samband við fjármálaeftirlitið vegna málsins. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi, sagði Seðlabankann vera bundinn þagnarskyldu en benti hins vegar á reglur um heimild fjármálaeftirlitsins til þess að ljúka málum með sátt. Það hefur margoft verið gert og á annað hundrað málum hefur verið lokið með sátt síðan reglurnar tóku gildi árið 2007. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir tilkynninguna benda til þess að einhver lög hafi verið brotin. „Sko þegar að það kemur svona tilkynning frá þeim sem kann að sæta sektum, þá er auðvitað verið svona aðeins að matreiða hlutina ofan í okkur af því að við höfum enn ekki fengið að sjá neitt frá fjármálaeftirlitinu varðandi það hvaða lög voru brotin eða með hvaða hætti. En það bendir til þess að niðurstaða eftirlitsins sé að það hafi ekki verið farið að lögum við söluna.“ Sáttameðferð eða sáttaferli sé alvanalegt orðaleg í sakamálum. „Svo er svolítið verið að velta upp núna þessu orði sem Íslandsbanki velur í sinni tilkynningu að tala um einhverja sáttameðferð. En það orð er auðvitað notað í alls kyns sakamálum, þó að lögbrot sé augljóst eða jafnvel viðurkennt af þeim brotlega þá er samt talað um sáttameðferð þegar að verið er að fjalla um mál og það minnkar ekkert sök viðkomandi þó að um sé að ræða einhverja sáttameðferð. Það er til dæmis bara notað þegar verið er að ræða möguleika á sættum í ofbeldisbrotum eða annars konar brotum. Fjármunaréttarbrotum og þess háttar.“ Frekar sé um að ræða tilkynningu. „Þetta er tilkynning í rauninni um væntanleg viðurlög skilurðu, þetta er í rauninni ekki sáttameðferð heldur bara verið að tilkynna.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira