Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. janúar 2023 13:05 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gefur lítið fyrir útskýringar Guðrúnar Ingu Sívertsen, skólastjóra Verzlunarskólans, að glæran hafi verið tekin úr samhengi. Vísir/Vilhelm/Arnar Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. Sigmundur Davíð birti færslu um málið á Facebook síðu sinni í gærkvöldi og birti með mynd af glæru sem sýndi hann sjálfan ásamt nasistanum Adolf Hitler og fasistanum Benito Mussolini undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar.“ „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum,“ segir Sigmundur í færslunni. Í samtali við fréttastofu segist Sigmundur hafa fengið ábendingu um glæruna frá fólki sem hann þekkti ekkert en virtist misboðið. Hann kveðst orðinn öllu vanur eftir langa sögu í pólitík og að málið hafi ef til vill ekki komið honum jafn mikið óvart og það hefði átt að gera en að það hafi engu að síður verið óhugnalegt að sjá eitthvað þessu líkt í kennslustund fyrir ungt fólk. „Það er ekki gott að sjá að svona innræting, það er ekki hægt að kalla þetta annað, eigi sér stað, þar sem er sett mynd af einum stjórnmálamanni við hliðina á tvö af helstu illmennum mannkynssögunnar,“ segir Sigmundur. „Það er auðvitað þekkt þegar að menn verða rökþrota í umræðum að þá er gripið til svona samlíkinga en þarna er það ekki gert í hita leiksins í einhvers konar pólitísku rifrildi, þarna er þetta sett fram sem kennsluefni í skóla og það gerir þetta, finnst mér, dálítið óhugnanlegt,“ segir hann enn fremur. Myndin tekin úr samhengi Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, segir glæruna hafa verið setta fram í kennslustund í stjórnmálafræði annað hvort á síðasta skólaári eða árið þar áður til að kveikja umræður þegar ræddar voru straumar og stefnur í stjórnmálafræði. Ekki hafi verið um kennsluefni að ræða heldur glærupakka úr smiðju kennarans. Viðkomandi kennari átti sig nú á því að glæran sé ekki viðeigandi og noti hana ekki lengur við kennslu. Glæran sem um ræðir var sýnd í kennslustund annað hvort á síðasta skólaári eða árið þar á undan. „Sannarlega þegar glæran stendur svona ein og sér þá er hún sláandi og ég skil vel að honum hafi sárnað þegar hann sá hana en það verður að horfa á þetta í samhengi og hvaða tilgangi þetta er sett fram,“ segir Guðrún Inga en glæran er að hennar sögn algjörlega tekin úr samhengi og var ekki verið að tala Sigmund niður. „Þetta er klaufalegt.“ Sigmundur gefur lítið fyrir þá útskýringu að glæran sé tekin úr samhengi. „Það er hvorki verið að taka myndina úr samhengi né setja hana í neitt sérstakt samhengi annað en birtist á myndinni sjálfri, henni er ætlað að búa til mjög óviðfelldið samhengi,“ segir hann. Enginn pólitískur áróður eða innræting Verzlunarskólinn, og jafnvel fleiri skólar, þyrftu að kanna hvort að kennarar séu að nota kennslustofuna og hlutverk sitt til að reka sinn eigin áróður eða fara með illmælgi. Pólitískur áróður kennara virðist hafa tekið við af fræðslu að sögn Sigmunds. „Ég bara tek ekki undir það. Hér við skólann starfa framúrskarandi kennarar sem sinna starfi sínu af fagmennsku og alúð og það er hvorki pólitískur áróður eða einhver innræting sem á sér stað hérna. Ég vísa því á bug,“ segir Guðrún Inga aðspurð um fullyrðingar Sigmundar. Málið kallar ekki á sérstök viðbrögð af hálfu skólans en þau hafi skoðað málið. Henni þykir leiðinlegt að glæran hafi staðið ein og verið til umfjöllunar. „Við bara klárum málið hjá okkur og vonandi næ ég tali af Sigmundi, fæ að heyra í honum og segja honum hvernig þetta kom til,“ segir hún. Telur þú tilefni til að biðja hann afsökunar? „Sigmund? Ég mun ræða við hann, alveg klárlega. Ég vona bara að ég nái á hann sem fyrst,“ segir hún enn fremur. Færslu Sigmundar í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Skóla - og menntamál Alþingi Framhaldsskólar Miðflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Sigmundur Davíð birti færslu um málið á Facebook síðu sinni í gærkvöldi og birti með mynd af glæru sem sýndi hann sjálfan ásamt nasistanum Adolf Hitler og fasistanum Benito Mussolini undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar.“ „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum,“ segir Sigmundur í færslunni. Í samtali við fréttastofu segist Sigmundur hafa fengið ábendingu um glæruna frá fólki sem hann þekkti ekkert en virtist misboðið. Hann kveðst orðinn öllu vanur eftir langa sögu í pólitík og að málið hafi ef til vill ekki komið honum jafn mikið óvart og það hefði átt að gera en að það hafi engu að síður verið óhugnalegt að sjá eitthvað þessu líkt í kennslustund fyrir ungt fólk. „Það er ekki gott að sjá að svona innræting, það er ekki hægt að kalla þetta annað, eigi sér stað, þar sem er sett mynd af einum stjórnmálamanni við hliðina á tvö af helstu illmennum mannkynssögunnar,“ segir Sigmundur. „Það er auðvitað þekkt þegar að menn verða rökþrota í umræðum að þá er gripið til svona samlíkinga en þarna er það ekki gert í hita leiksins í einhvers konar pólitísku rifrildi, þarna er þetta sett fram sem kennsluefni í skóla og það gerir þetta, finnst mér, dálítið óhugnanlegt,“ segir hann enn fremur. Myndin tekin úr samhengi Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, segir glæruna hafa verið setta fram í kennslustund í stjórnmálafræði annað hvort á síðasta skólaári eða árið þar áður til að kveikja umræður þegar ræddar voru straumar og stefnur í stjórnmálafræði. Ekki hafi verið um kennsluefni að ræða heldur glærupakka úr smiðju kennarans. Viðkomandi kennari átti sig nú á því að glæran sé ekki viðeigandi og noti hana ekki lengur við kennslu. Glæran sem um ræðir var sýnd í kennslustund annað hvort á síðasta skólaári eða árið þar á undan. „Sannarlega þegar glæran stendur svona ein og sér þá er hún sláandi og ég skil vel að honum hafi sárnað þegar hann sá hana en það verður að horfa á þetta í samhengi og hvaða tilgangi þetta er sett fram,“ segir Guðrún Inga en glæran er að hennar sögn algjörlega tekin úr samhengi og var ekki verið að tala Sigmund niður. „Þetta er klaufalegt.“ Sigmundur gefur lítið fyrir þá útskýringu að glæran sé tekin úr samhengi. „Það er hvorki verið að taka myndina úr samhengi né setja hana í neitt sérstakt samhengi annað en birtist á myndinni sjálfri, henni er ætlað að búa til mjög óviðfelldið samhengi,“ segir hann. Enginn pólitískur áróður eða innræting Verzlunarskólinn, og jafnvel fleiri skólar, þyrftu að kanna hvort að kennarar séu að nota kennslustofuna og hlutverk sitt til að reka sinn eigin áróður eða fara með illmælgi. Pólitískur áróður kennara virðist hafa tekið við af fræðslu að sögn Sigmunds. „Ég bara tek ekki undir það. Hér við skólann starfa framúrskarandi kennarar sem sinna starfi sínu af fagmennsku og alúð og það er hvorki pólitískur áróður eða einhver innræting sem á sér stað hérna. Ég vísa því á bug,“ segir Guðrún Inga aðspurð um fullyrðingar Sigmundar. Málið kallar ekki á sérstök viðbrögð af hálfu skólans en þau hafi skoðað málið. Henni þykir leiðinlegt að glæran hafi staðið ein og verið til umfjöllunar. „Við bara klárum málið hjá okkur og vonandi næ ég tali af Sigmundi, fæ að heyra í honum og segja honum hvernig þetta kom til,“ segir hún. Telur þú tilefni til að biðja hann afsökunar? „Sigmund? Ég mun ræða við hann, alveg klárlega. Ég vona bara að ég nái á hann sem fyrst,“ segir hún enn fremur. Færslu Sigmundar í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Skóla - og menntamál Alþingi Framhaldsskólar Miðflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira