Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2023 11:39 Sólveig Anna fyrir fund samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara fyrir áramót. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. Tilboði Eflingar fylgir útfærsla á nýrri launatöflu sem gerir ráð fyrir hækkunum á bilinu 40 til 59 þúsund krónur. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember, en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Og við förum fram á það að sú tafla sem um semst sé í samræmi við það sem kemur Eflingarfólki best en við séum ekki þvinguð til að taka við niðurstöðu sem hentar okkur alls ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftir miðvikudag næstkomandi 11. janúar væri afturvirkni samninga út úr myndinni. Sólveig Anna gefur lítið fyrir þau ummæli. „Hvort það verði á endanum svo að afturvirkni samningsins verði tekin af Eflingarfólki, við auðvitað hlustum ekki á þessar hótanir. Við höfum gert kröfu um það að afturvirknin verði, líkt og hún hefur verið í öðrum samningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, og það er bara okkar eindregna afstaða að svo verði,“ segir Sólveig. Verkfallsundirbúningur yrði næsta skref Tilboð Eflingar rennur út á hádegi á morgun og ljóst að tíminn er naumur. Halldór Benjamín sagðist í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann væri ekki ýkja bjartsýnn á framhaldið. En hvað segir Sólveig Anna? „Það sem ég er bjartsýn á er það að samninganefnd Eflingar nái að gera kjarasamning sem hentar félagsfólki Eflingar.“ Er þetta það lengsta sem verður komist að ykkar hálfu? „Ja, við segjum í tilboðinu að fari svo að SA hafni alfarið þessu tilboði sem grundvelli að frekari viðræðum þá munum við slíta viðræðunum og hefja þá undirbúning næsta fasa.“ Sem er þá hver? „Sem er þá að hefja verkfallsaðgerðaundirbúning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Tilboði Eflingar fylgir útfærsla á nýrri launatöflu sem gerir ráð fyrir hækkunum á bilinu 40 til 59 þúsund krónur. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember, en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Og við förum fram á það að sú tafla sem um semst sé í samræmi við það sem kemur Eflingarfólki best en við séum ekki þvinguð til að taka við niðurstöðu sem hentar okkur alls ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftir miðvikudag næstkomandi 11. janúar væri afturvirkni samninga út úr myndinni. Sólveig Anna gefur lítið fyrir þau ummæli. „Hvort það verði á endanum svo að afturvirkni samningsins verði tekin af Eflingarfólki, við auðvitað hlustum ekki á þessar hótanir. Við höfum gert kröfu um það að afturvirknin verði, líkt og hún hefur verið í öðrum samningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert, og það er bara okkar eindregna afstaða að svo verði,“ segir Sólveig. Verkfallsundirbúningur yrði næsta skref Tilboð Eflingar rennur út á hádegi á morgun og ljóst að tíminn er naumur. Halldór Benjamín sagðist í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann væri ekki ýkja bjartsýnn á framhaldið. En hvað segir Sólveig Anna? „Það sem ég er bjartsýn á er það að samninganefnd Eflingar nái að gera kjarasamning sem hentar félagsfólki Eflingar.“ Er þetta það lengsta sem verður komist að ykkar hálfu? „Ja, við segjum í tilboðinu að fari svo að SA hafni alfarið þessu tilboði sem grundvelli að frekari viðræðum þá munum við slíta viðræðunum og hefja þá undirbúning næsta fasa.“ Sem er þá hver? „Sem er þá að hefja verkfallsaðgerðaundirbúning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40
Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. 9. janúar 2023 09:31
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46