Innlent

Efling búin að semja móttil­boð til SA

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Efling segir tilboð SA, sem hún hafnaði í gær, ekki taka mið af erfiðri stöðu félagsmanna Eflingar.
Efling segir tilboð SA, sem hún hafnaði í gær, ekki taka mið af erfiðri stöðu félagsmanna Eflingar. Vísir/Vilhelm

Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í samtali við fréttastofu að samningsnefndin hafi auk tilboðsins samþykkt einróma áætlun um næstu skref í kjaraviðræðum. 

Hún vildi ekki fara nánar út í innihald móttilboðsins en Efling hafnaði í gær tilboði SA um sambærilega kjarasamninga og samtökin gerðu við Starfsgreinasambandið í síðasta mánuði. 

Gera má ráð fyrir að ríkissáttasemjari muni boða samninganefndirnar á sinn fund í upphafi komandi viku. 

Sólveig vildi ekki rekja það nánar hvað felist í tilboðinu en hún ræddi tilboð SA í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. 


Tengdar fréttir

Segir nálgun Eflingar undar­lega og til skammar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum.

Samninga­nefnd Eflingar reynir að skila mót­til­lögu á morgun

Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun.

Bregst ekki við yfir­lýsingu Eflingar

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×