Innlent

Að­stoðuðu yfir 70 ökumenn áður en að­gerðum lauk

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá aðgerðum björgunarsveita í kvöld.
Frá aðgerðum björgunarsveita í kvöld. Landsbjörg

Aðgerðum björgunarsveita á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu er lokið í kvöld. Björgunarsveitir eru á leið í hús eftir að hafa aðstoðað ökumenn fleiri en 70 bifreiða sem festust. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að bílar hafi verið losaðir þaðan sem þeir sátu fastir og/eða fylgt yfir heiðina til Þingvalla, þar sem fólk safnaðist saman við þjónustumiðstöðina.

Björgunarsveitir fylgdu svo bílalest þaðan niður á Suðurlandsveg við Selfoss, en margir hugðust fara Hellisheiði til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×