Innlent

Loka fyrir um­ferð um Mos­fells­heiði vegna fastra bíla

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá aðgerðum björgunarsveita í kvöld.
Frá aðgerðum björgunarsveita í kvöld. Landsbjörg

Lokað hefur verið fyrir umferð austur Þingvallaveg, frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Ástæðan eru bílar sem ökumenn hafa fest á Mosfellsheiði í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Nú er unnið að því að koma fólki sem situr fast á heiðinni til aðstoðar. Þá verður umferð inn á Þingvallaveg frá Vesturlandsvegi einnig lokað, nema fyrir íbúa á svæðinu. Öðrum verður snúið frá á meðan unnið er á svæðinu.

Þá kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg að sveitir á höfuðborgarsvæðinu, auk sveita af Laugarvatni og Grímsnesi, hafi verið boðaðar út til að aðstoða fólk sem situr fast.

„Fyrstu upplýsingar bentu til að einhverjir tugir bíla væru í vandræðum. Nokkrir bílar reyndust einnig vera fastir á Kjósarskarðsvegi þegar björgunarsveitir komu á staðinn,“ segir í tilkynningunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×