Um 500 manns óskast til starfa á Egilsstöðum og næsta nágrenni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2023 20:05 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem segir að það sé hæglega hægt að taka á móti 500 manns í vinnu í Múlaþingi og sveitarfélögunum þar í kring ef húsnæði væri til staðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns vantar nú til starfa við ýmis störf á Egilsstöðum og næsta nágrenni. En það sem verra er, það er ekkert húsnæði til fyrir það fólk, sem vildi ráða sig til starfa á svæðinu. Það er mikil þensla í atvinnulífinu á Austurlandi eins og í öðrum landshlutum, alls staðar vantar fólk til starfa. Málið kemur oft til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings en ástandið er sérstaklega slæmt á Egilsstöðum og á fjörðunum þar í kring. „Hér hefur verið má segja frá kreppu ekkert atvinnuleysi verið hér. Það kemur líka til af því að álverið á Reyðarfirði er mannaflafrekt og afleiddur iðnaður í kringum álverið er líka mannaflsfrekur. Hér getum við bætt við alveg helling af starfsfólki í viðbót já,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. En hvar vantar helst starfsfólk? „Það hefur verið mikill skortur í ferðaþjónustu en annars held ég að það vanti starfsmenn hér alls staðar. Ég held að það vanti hárgreiðslufólk, snyrtifólk, okkur vantar smiði, rafvirkja og okkur vantar líka skrifstofufólk. Okkur vantar bara fólk alls staðar,“ segir Jónína. En hvað heldur Jónína að þetta séu mörg störf, sem vantar að manna núna? „Ég held að við gætum hæglega dælt kannski fimm hundruð manns inn á markaðinn og við myndum ekki finna fyrir því, það myndi renna ljúft inn í þann iðnað og starfsemi, sem er hér í gangi.“ En áttu húsnæði undir þetta fólk? „Nei, ekki enn þá en við erum í uppbyggingarfasa núna,“ segir Jónína. Ekkert framboð er á húsnæði í Múlaþingi en Jónína segir að það sé verið að vinna í þeim málum. Múlaþing Vinnumarkaður Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Það er mikil þensla í atvinnulífinu á Austurlandi eins og í öðrum landshlutum, alls staðar vantar fólk til starfa. Málið kemur oft til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings en ástandið er sérstaklega slæmt á Egilsstöðum og á fjörðunum þar í kring. „Hér hefur verið má segja frá kreppu ekkert atvinnuleysi verið hér. Það kemur líka til af því að álverið á Reyðarfirði er mannaflafrekt og afleiddur iðnaður í kringum álverið er líka mannaflsfrekur. Hér getum við bætt við alveg helling af starfsfólki í viðbót já,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. En hvar vantar helst starfsfólk? „Það hefur verið mikill skortur í ferðaþjónustu en annars held ég að það vanti starfsmenn hér alls staðar. Ég held að það vanti hárgreiðslufólk, snyrtifólk, okkur vantar smiði, rafvirkja og okkur vantar líka skrifstofufólk. Okkur vantar bara fólk alls staðar,“ segir Jónína. En hvað heldur Jónína að þetta séu mörg störf, sem vantar að manna núna? „Ég held að við gætum hæglega dælt kannski fimm hundruð manns inn á markaðinn og við myndum ekki finna fyrir því, það myndi renna ljúft inn í þann iðnað og starfsemi, sem er hér í gangi.“ En áttu húsnæði undir þetta fólk? „Nei, ekki enn þá en við erum í uppbyggingarfasa núna,“ segir Jónína. Ekkert framboð er á húsnæði í Múlaþingi en Jónína segir að það sé verið að vinna í þeim málum.
Múlaþing Vinnumarkaður Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira