Um 500 manns óskast til starfa á Egilsstöðum og næsta nágrenni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2023 20:05 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem segir að það sé hæglega hægt að taka á móti 500 manns í vinnu í Múlaþingi og sveitarfélögunum þar í kring ef húsnæði væri til staðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns vantar nú til starfa við ýmis störf á Egilsstöðum og næsta nágrenni. En það sem verra er, það er ekkert húsnæði til fyrir það fólk, sem vildi ráða sig til starfa á svæðinu. Það er mikil þensla í atvinnulífinu á Austurlandi eins og í öðrum landshlutum, alls staðar vantar fólk til starfa. Málið kemur oft til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings en ástandið er sérstaklega slæmt á Egilsstöðum og á fjörðunum þar í kring. „Hér hefur verið má segja frá kreppu ekkert atvinnuleysi verið hér. Það kemur líka til af því að álverið á Reyðarfirði er mannaflafrekt og afleiddur iðnaður í kringum álverið er líka mannaflsfrekur. Hér getum við bætt við alveg helling af starfsfólki í viðbót já,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. En hvar vantar helst starfsfólk? „Það hefur verið mikill skortur í ferðaþjónustu en annars held ég að það vanti starfsmenn hér alls staðar. Ég held að það vanti hárgreiðslufólk, snyrtifólk, okkur vantar smiði, rafvirkja og okkur vantar líka skrifstofufólk. Okkur vantar bara fólk alls staðar,“ segir Jónína. En hvað heldur Jónína að þetta séu mörg störf, sem vantar að manna núna? „Ég held að við gætum hæglega dælt kannski fimm hundruð manns inn á markaðinn og við myndum ekki finna fyrir því, það myndi renna ljúft inn í þann iðnað og starfsemi, sem er hér í gangi.“ En áttu húsnæði undir þetta fólk? „Nei, ekki enn þá en við erum í uppbyggingarfasa núna,“ segir Jónína. Ekkert framboð er á húsnæði í Múlaþingi en Jónína segir að það sé verið að vinna í þeim málum. Múlaþing Vinnumarkaður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Það er mikil þensla í atvinnulífinu á Austurlandi eins og í öðrum landshlutum, alls staðar vantar fólk til starfa. Málið kemur oft til umfjöllunar í sveitarstjórn Múlaþings en ástandið er sérstaklega slæmt á Egilsstöðum og á fjörðunum þar í kring. „Hér hefur verið má segja frá kreppu ekkert atvinnuleysi verið hér. Það kemur líka til af því að álverið á Reyðarfirði er mannaflafrekt og afleiddur iðnaður í kringum álverið er líka mannaflsfrekur. Hér getum við bætt við alveg helling af starfsfólki í viðbót já,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. En hvar vantar helst starfsfólk? „Það hefur verið mikill skortur í ferðaþjónustu en annars held ég að það vanti starfsmenn hér alls staðar. Ég held að það vanti hárgreiðslufólk, snyrtifólk, okkur vantar smiði, rafvirkja og okkur vantar líka skrifstofufólk. Okkur vantar bara fólk alls staðar,“ segir Jónína. En hvað heldur Jónína að þetta séu mörg störf, sem vantar að manna núna? „Ég held að við gætum hæglega dælt kannski fimm hundruð manns inn á markaðinn og við myndum ekki finna fyrir því, það myndi renna ljúft inn í þann iðnað og starfsemi, sem er hér í gangi.“ En áttu húsnæði undir þetta fólk? „Nei, ekki enn þá en við erum í uppbyggingarfasa núna,“ segir Jónína. Ekkert framboð er á húsnæði í Múlaþingi en Jónína segir að það sé verið að vinna í þeim málum.
Múlaþing Vinnumarkaður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira