„Ég hef fullan stuðning“ Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 15:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Getty Images Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea. Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Sjá meira
Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Sjá meira