Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2023 13:03 Húsnæðið og heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem verður notuð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur upplýst um að ætlunin sé að taka heimavist HÍ á Laugarvatni undir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Rekstur úrræðisins verður á vegum ríkisins, en það er Vinnumálastofnun sem sér um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem fékk nýlega fréttir af þessu með Laugarvatn. „Þetta þýðir að þarna verða búsettir til skamms tíma 40 til 50 manns, sem eru þá þar með húsnæði og eru að bíða eftir að fá niðurstöðu um það hvort þau fá dvalarleyfi til að vera á Íslandi eða ekki,” segir Ásta og bæti við. „Þetta er náttúrulega húsnæði í eigu ríkisins og það hefur bara verið erfitt að finna nægilega mikið af húsnæði til að hýsa þennan hóp.” Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Ásta segir að heimavistin hafi ekki verið í notkun upp á síðkastið en þar eru 30 tveggja manna herbergi og eldhús og matsalur. „Okkur var tilkynnt um að þetta væri í undirbúningi en það er ekki verið að gera samning við sveitarfélagið og við erum ekkert að veita neina umsögn um þetta verkefni. Við höfum afskaplega lítið um þetta að segja, ríkið er bara að koma starfsemi í húsnæði það sem það á,” segir Ásta. En hvernig líst heimamönnum á Laugarvatni að þangað séu að flytja um 50 manns? „Ég heyri nú ekki annað en að íbúar á Laugarvatni taki þessu nú bara ágætlega og þeir vilja auðvitað fylgjast með og fá upplýsingar eftir því, sem þær berast en það eru líka margir, sem eru ánægðir með það að það komi eitthvað líf í þetta hús, sem hefur staðið autt allt of lengi,” segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir á heimavistina flytji þar inn eftir tvær til þrjár vikur. Húsnæðið er komið til ára sinna og lítið, sem ekkert viðhald hefur verið á því síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira