Segir framtíð sína hjá félaginu ekki vera í sínum höndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2023 23:31 Frank Lampard hafði engan áhuga á því að ræða framtíð sína hjá Everton eftir að liðið féll úr leik í FA-bikarnum. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Manchester United í FA-bikarnum í kvöld. Eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn sé við það að missa vinnuna, en Lampard segir það ekki vera í sínum höndum. „Mér fannst við eiga meira skilið. Leikmennirnir voru virkilega góðir þegar við horfum á skipulag, leikplan og vinnuframlag,“ sagði Lampard í leikslok. „Þetta eru hlutir sem eiga að vera grundvallaratriði í fótbolta, en fólk dregur það í efa þegar við höfum spilað eins og við höfum verið að spila í undanförnum leikjum.“ „Við vorum virkilega góðir og mér fannst við skapa betri færi. Við fengum færi og mark dæmt af okkur. Marcus Rashford var líklega sá sem skildi liðin að í dag. Einstaklingsgæði eins og hann býr yfir geta gert þetta.“ Þá segir Lampard að það sé ekki hans að ákveða hvort hann muni halda starfi sínu sem þjálfari Everton. „Það er ekki í mínúm höndum,“ sagði þjálfarinn aðspurður að því hvort hann teldi að hann væri við það að missa vinnuna. „Það er ekki mitt að einblína á það. Mitt hlutverk er að einblína á það sem ég sá í kvöld og þetta var frammistaða sem allir þjálfarar vilja sjá. Liðið var með frábært hugarfar og einbeitingin var í lagi. Nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Southampton.“ „Deildin getur breyst mjög hratt og þegar það koma nokkrir leikir í röð þar sem þér gengur illa þá þarftu að leggja þig allann fram til að koma þér úr því ástandi.“ „Ég vil ekki tala um mína framtíð. Ég vil bara tala um leikmennina og hversu vel þeir spiluðu. Ég er að einbeita mér að liðinu og að ná í úrslit gegn Southampton,“ sagði Lampard að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð Manchester United varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins er liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í úrvalsdeildarslag. 6. janúar 2023 21:57 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
„Mér fannst við eiga meira skilið. Leikmennirnir voru virkilega góðir þegar við horfum á skipulag, leikplan og vinnuframlag,“ sagði Lampard í leikslok. „Þetta eru hlutir sem eiga að vera grundvallaratriði í fótbolta, en fólk dregur það í efa þegar við höfum spilað eins og við höfum verið að spila í undanförnum leikjum.“ „Við vorum virkilega góðir og mér fannst við skapa betri færi. Við fengum færi og mark dæmt af okkur. Marcus Rashford var líklega sá sem skildi liðin að í dag. Einstaklingsgæði eins og hann býr yfir geta gert þetta.“ Þá segir Lampard að það sé ekki hans að ákveða hvort hann muni halda starfi sínu sem þjálfari Everton. „Það er ekki í mínúm höndum,“ sagði þjálfarinn aðspurður að því hvort hann teldi að hann væri við það að missa vinnuna. „Það er ekki mitt að einblína á það. Mitt hlutverk er að einblína á það sem ég sá í kvöld og þetta var frammistaða sem allir þjálfarar vilja sjá. Liðið var með frábært hugarfar og einbeitingin var í lagi. Nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Southampton.“ „Deildin getur breyst mjög hratt og þegar það koma nokkrir leikir í röð þar sem þér gengur illa þá þarftu að leggja þig allann fram til að koma þér úr því ástandi.“ „Ég vil ekki tala um mína framtíð. Ég vil bara tala um leikmennina og hversu vel þeir spiluðu. Ég er að einbeita mér að liðinu og að ná í úrslit gegn Southampton,“ sagði Lampard að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð Manchester United varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins er liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í úrvalsdeildarslag. 6. janúar 2023 21:57 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Manchester United fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð Manchester United varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins er liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í úrvalsdeildarslag. 6. janúar 2023 21:57