Innlent

Verkfræðingar, byggingafræðingar og tölvunarfræðingar samþykktu samning

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svana Helen Björns­dótt­ir raf­magns­verk­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Stika erformaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands.
Svana Helen Björns­dótt­ir raf­magns­verk­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Stika erformaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands.

Kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur verið samþykktur. Nýi samningurinn nær einnig til félagsmanna í Stéttarfélagi byggingafræðinga og Stéttarfélagi tölvunarfræðinga.

Þetta kemur fram á heimasíðu Verkfræðingafélags Íslands. Verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa á FRV verkfræðistofum samþykktu nýjan kjarasamning við Félag ráðgjafarverkfræðinga, en rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn fór fram 2.– 6. janúar.

Alls voru 668 á kjörskrá og greiddu 448 af þeim atkvæði eða 67,1%. Af 448 sem tóku afstöðu samþykktu 381 eða 85% samninginn. Nei sögðu 58. Níu skiluðu auðu. Til stendur að birta samninginn á vef Verkfræðingafélagsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×