Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 14:38 Freyja segir Hussein ekki hafa verið gefinn greiður aðgangur að réttindagæslumanni. Vísir/Bjarni Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. Kjarninn sagði fyrst frá því að ráðuneytið hefði skotið málinu til Landsréttar og vísaði til skriflegs svars þess við fyrirspurn miðilsins. Ráðuneytið telji dóm héraðsdóms ekki í samræmi við gögn málsins og almenna túlkun og framkvæmd á lögum um útlendinga. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig staðið var að framkvæmdinni. Hann sneri aftur til Íslands rétt áður en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun hans og fjölskyldu hans í desember. Albert Björn Lúðvígsson, einn lögmanna Husseins, segir í samtali við Vísi að þau hafi fyrst fengið að vita af því í morgun að það stæði til að áfrýja dómnum. Niðurstaða héraðsdóms sé í stíl við annan nýlegan dóm um svonefnda tólf mánaða reglu um að umsækjandi um alþjóðlega vernd fái efnismeðferð hafi mál hans verið lengur en tólf mánuði til umfjöllunar. „Mér finnst mjög miður að þessu hafi verið áfrýjað,“ segir Albert. Útlendingastofnun hefur nú umsókn Husseins og fjölskyldu um alþjóðlega vernd sem þau lögðu fram þegar þau komu aftur til landsins í desember til umfjöllunar. Albert segist búast við að þau verði boðuð í viðtöl vegna þess fljótlega. Ekki sé hægt að vísa fjölskyldunni úr landi á meðan umsóknirnar eru til umfjöllunar. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Kjarninn sagði fyrst frá því að ráðuneytið hefði skotið málinu til Landsréttar og vísaði til skriflegs svars þess við fyrirspurn miðilsins. Ráðuneytið telji dóm héraðsdóms ekki í samræmi við gögn málsins og almenna túlkun og framkvæmd á lögum um útlendinga. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig staðið var að framkvæmdinni. Hann sneri aftur til Íslands rétt áður en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun hans og fjölskyldu hans í desember. Albert Björn Lúðvígsson, einn lögmanna Husseins, segir í samtali við Vísi að þau hafi fyrst fengið að vita af því í morgun að það stæði til að áfrýja dómnum. Niðurstaða héraðsdóms sé í stíl við annan nýlegan dóm um svonefnda tólf mánaða reglu um að umsækjandi um alþjóðlega vernd fái efnismeðferð hafi mál hans verið lengur en tólf mánuði til umfjöllunar. „Mér finnst mjög miður að þessu hafi verið áfrýjað,“ segir Albert. Útlendingastofnun hefur nú umsókn Husseins og fjölskyldu um alþjóðlega vernd sem þau lögðu fram þegar þau komu aftur til landsins í desember til umfjöllunar. Albert segist búast við að þau verði boðuð í viðtöl vegna þess fljótlega. Ekki sé hægt að vísa fjölskyldunni úr landi á meðan umsóknirnar eru til umfjöllunar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 14. desember 2022 15:38
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31