Fótbolti

Yfir þrjá­tíu leik­menn sau­tján ára lands­liðs Kamerún lugu um aldur sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn sautján ára landsliðs Kamerún frá árinu 2019. Enginn þeirra fór í svona próf.
Leikmenn sautján ára landsliðs Kamerún frá árinu 2019. Enginn þeirra fór í svona próf. Getty/Gilson Borba

Það gengur afar illa hjá kamerúnska knattspyrnusambandinu að finna löglega leikmenn fyrir næstu leiki sautján ára landsliðs þjóðarinnar.

Samuel Eto'o, forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, ákvað að allir leikmenn yrði sendi í

segulómun til að finna út réttan aldur þeirra.

Lengi hafa verið sögusagnir um að fótboltamenn frá Afríku séu oft eldri en þeir eru í raun og veru. Fréttir síðustu daga eru ekki að hjálpa mikið til við að halda niðri slíkum orðrómi. Nú hefur það nefnilega verið sannað að svo er er raunin.

Leikmenn sem hafa verið boðaðir á æfingar hafa því verið aldursprófaðir og niðurstöðurnar hafa verið sláandi.

Í fyrstu prófunum kom í ljós af 21 af 30 leikmönnum í æfingahópi liðsins höfðu logið til um aldur sinn og voru því of gamlir til að geta spilað með sautján ára landsliðinu.

Kamerúnski landsliðsþjálfarinn Jean Pierre Fiala kallaði þá á nýja leikmenn í staðinn en ellefu af þeim voru líka of gamlir.

Kamerúnska sautján ára landsliðið á að spila í Afríkukeppninni á milli 12. og 24. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×