Bíó og sjónvarp

Stranger Things leikari kominn út úr skápnum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Schnapp er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í Stranger things.
Schnapp er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í Stranger things. Getty/Frazer Harrison

Leikarinn Noah Schnapp, einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Stranger Things er kominn út úr skápnum.

Þetta tilkynnir Noah í stuttu myndbandi á samfélagsmiðlinum Tiktok. Hann gerir í raun grín að tilkynningunni og segir viðbrögð fjölskyldu sinnar hafa verið á þá leið að það hafi verið óþarfi fyrir hann að koma út úr skápnum. Þau hafi alltaf vitað að hann væri hinsegin.

Í myndbandinu segist hann þó hafa verið hræddur inni í skápnum en það að koma út úr skápnum er eins og gefur að skilja, gríðarlega stórt skref.

Schnapp hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna þrátt fyrir stuttan feril og á greinilega framtíðina fyrir sér á sjónvarpsskjám heimsins.

Hér að neðan má sjá Tiktok myndband Schnapp. 

@noahschnapp

I guess I m more similar to will than I thought

original sound - princessazula0

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.