Van Dijk var tekinn af velli í hálfleik þegar Liverpool tapaði 3-1 fyrir Brentford á mánudagskvöldið og eftir leik sagði Jurgen Klopp þjálfari liðsins að Van Dijk hefði stífnað upp aftan í læri en að meiðslin væru líklega ekki alvarleg.
Nú virðist hins vegar sem annað hafi komið á daginn. Fjölmiðlar ytra greina frá því að Van Dijk gæti verið frá keppni í nokkrar vikur sem yrði áfall fyrir liðið frá Bítlaborginni.
Virgil van Dijk hamstring injury worse than expected. 31yo had initial consultation & now due to see specialist today to discover extent + timeline. That will determine if out for considerable period / better news. W/ @JamesPearceLFC @TheAthleticFC #LFC https://t.co/3r5FlrxFGt
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 4, 2023
Van Dijk er af mörkum talinn einn af betri varnarmönnum í heimi en hann hefur þó verið mistækur hingað til á tímabilinu og verið töluvert frá sínu besta.
„Ég veit að ég hefði getað gert betur í upphafi tímabilsins, ég er ekkert barnalegur hvað það varðar. Ég veit alveg hvenær ég geri mistök,“ sagði Van Dijk í viðtali við The Athletic.
Varnarleikur Liverpool hefur alls ekki verið nógu góður á tímabilinu en í þeim leikjum sem Van Dijk hefur spilað þá hefur 71 mínúta liðið á milli þeirra marka sem liðið hefur fengið á sig á tímabilinu samanborið við 146 mínútur í fyrra.
Síðan Van Dijk kom til Liverpool frá Southampton árið 2019 þá er vinningshlutfall liðsins 72% með Hollendinginn í liðinu en 57% án hans. Það er því ljóst að Jurgen Klopp þarf að setjast niður og finna einhverjar lausnir fyrir framhaldið.