Kaldasti desember í meira en hundrað ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 18:31 Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofunni. Vísir/Sigurjón Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði. Tilfinning margra sem búa á suðvesturhorninu reyndist rétt, desember mánuður var óvenjukaldur og það eftir hlýjasta nóvember mánuði á landsvísu frá upphafi mælinga. „Desember mánuður var mjög óvenjulegur. Þetta er áttundi kaldasti desember á landsvísu frá upphafi mælinga. Síðast var kaldara árið 1973 og í Reykjavík hefur ekki verið kaldara frá árinu 1916,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík í desember var mínus þrjú komma níu stig. Kaldast var 30. desember þegar meðalhiti sólarhringsins mældist ellefu komma þrjú stig. Þá var frostakaflinn í Reykjavík líka óvenjulangur en meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki frá 7. desember og þar til í dag. Það fer þó að frysta aftur strax á morgun og varir út vikuna. Kristín segir að við séum þó enn langt frá kuldametinu. „Lang kaldasti desember mánuður, bæði á landinu öllu og í Reykjavík er árið 1880 og það var alveg töluvert kaldara eða mínus 7,5 stig að jafnaði í Reykjavík,“ segir hún. Hins vegar hafi ekki fallið met í snjóþyngslum. „Það er ekki óvenjulega mikill snjór. Hann var bara þurr og safnaðist mikið saman í sköflum. En mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomulítill,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif vegna loftslagsbreytinga. „Þetta hefur verið óvenjulegt undanfarin ár. Við þurfum bara að skoða það betur hvort að öfgar í veðurfari komi svona fram á Íslandi. Við getum ekki svarað til um það strax. En það er auðvitað eitthvað sem við erum að skoða,“ segir Kristín að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Tilfinning margra sem búa á suðvesturhorninu reyndist rétt, desember mánuður var óvenjukaldur og það eftir hlýjasta nóvember mánuði á landsvísu frá upphafi mælinga. „Desember mánuður var mjög óvenjulegur. Þetta er áttundi kaldasti desember á landsvísu frá upphafi mælinga. Síðast var kaldara árið 1973 og í Reykjavík hefur ekki verið kaldara frá árinu 1916,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík í desember var mínus þrjú komma níu stig. Kaldast var 30. desember þegar meðalhiti sólarhringsins mældist ellefu komma þrjú stig. Þá var frostakaflinn í Reykjavík líka óvenjulangur en meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki frá 7. desember og þar til í dag. Það fer þó að frysta aftur strax á morgun og varir út vikuna. Kristín segir að við séum þó enn langt frá kuldametinu. „Lang kaldasti desember mánuður, bæði á landinu öllu og í Reykjavík er árið 1880 og það var alveg töluvert kaldara eða mínus 7,5 stig að jafnaði í Reykjavík,“ segir hún. Hins vegar hafi ekki fallið met í snjóþyngslum. „Það er ekki óvenjulega mikill snjór. Hann var bara þurr og safnaðist mikið saman í sköflum. En mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomulítill,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif vegna loftslagsbreytinga. „Þetta hefur verið óvenjulegt undanfarin ár. Við þurfum bara að skoða það betur hvort að öfgar í veðurfari komi svona fram á Íslandi. Við getum ekki svarað til um það strax. En það er auðvitað eitthvað sem við erum að skoða,“ segir Kristín að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira