Lífið

Gangsta Boo úr Three 6 Mafia er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Gangsta Boo á tónleikum í Atlanta árið 2015.
Gangsta Boo á tónleikum í Atlanta árið 2015. Getty

Bandaríski rapparinn Lola Mitchell, betur þekkt sem Gangsta Boo, er látin, 43 ára að aldri.

Gangsta Boo var fyrrverandi liðskona Three 6 Mafia og ein af brautryðjendum kvenna í heimi rapptónlistar.

DJ Paul, samstarfsmaður Gangsta Boo til margra ára, greinir frá andlátinu á Instagram-síðu sinni og hafa fjölmargir tónlistarmenn vottað henni virðingu sína. Ekki liggur fyrir hvað dró Gangsta Boo til dauða, að því er fram kemur í frétt Fox.

Tónlistarferill Gangsta Boo hófst á tíunda áratugnum þegar hún hóf samstarf með DJ Paul, Juicy J og öðrum stofnmeðlimum Three 6 Mafia.

Gangsta Boo gaf út fjölda sólóplatna og söng á fyrstu fimm plötum Three 6 Mafia, þar með talið plötunni Mystic Stylez frá árinu 1995. Hún sagði skilið við rappsveitina snemma á fyrsta áratug aldarinnar en hélt sólóferlinum áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×