„Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 20:58 Ólafur Þ. Harðarson tók við fálkaorðu á Bessastöðum fyrr í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. Þær voru fjórtán, fálkaorðurnar sem voru veittar á Bessastöðum í dag við hátíðlega athöfn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sá að venju um að næla þeim í barm þeirra sem hlotnaðist þessi mikli heiður. Fólk úr alls kyns geirum var í hópnum en meðal þeirra sem hlutu riddarakross að þessu sinni voru Anna Sigríður Þorvaldsdóttir tónskáld, Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir og Eva Elvira Klonowski réttarmannfræðingur. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona, fékk riddarakross fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarps- og kvikmyndagerðar. Hún segir þetta mikinn heiður. „Þetta er bara mjög góð tilfinning. Þetta er mjög hátíðlegt og ég er bara mjög þakklát fyrir að hafa verið séð, eins og maður segir.“ Héðinn Unnsteinsson fékk riddarakross fyrir störf sín í þágu geðheilbrigðismála og segir að nú um hátíðarnar sé einmitt gott að gefa geðheilsu gaum. „Þetta eru ánægjulegir tímar, þetta eru tímar samveru en í auknum heimi þar sem eru meiri fjarskipti þá þurfum við að æfa okkur líka í nærverunni. Að vera í kringum fólk og ég held þetta sé einmitt tíminn til þess.“ Vísir/Steingrímur Dúi Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor fékk riddarakross fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði. Ólafur lék einmitt í áramótaskaupinu ígær. „Já þetta var nú ekki minn fyrsti leiksigur. En hann var mjög góður.“ Vísir/Steingrímur Dúi Fálkaorðan Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þær voru fjórtán, fálkaorðurnar sem voru veittar á Bessastöðum í dag við hátíðlega athöfn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sá að venju um að næla þeim í barm þeirra sem hlotnaðist þessi mikli heiður. Fólk úr alls kyns geirum var í hópnum en meðal þeirra sem hlutu riddarakross að þessu sinni voru Anna Sigríður Þorvaldsdóttir tónskáld, Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir og Eva Elvira Klonowski réttarmannfræðingur. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona, fékk riddarakross fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarps- og kvikmyndagerðar. Hún segir þetta mikinn heiður. „Þetta er bara mjög góð tilfinning. Þetta er mjög hátíðlegt og ég er bara mjög þakklát fyrir að hafa verið séð, eins og maður segir.“ Héðinn Unnsteinsson fékk riddarakross fyrir störf sín í þágu geðheilbrigðismála og segir að nú um hátíðarnar sé einmitt gott að gefa geðheilsu gaum. „Þetta eru ánægjulegir tímar, þetta eru tímar samveru en í auknum heimi þar sem eru meiri fjarskipti þá þurfum við að æfa okkur líka í nærverunni. Að vera í kringum fólk og ég held þetta sé einmitt tíminn til þess.“ Vísir/Steingrímur Dúi Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor fékk riddarakross fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði. Ólafur lék einmitt í áramótaskaupinu ígær. „Já þetta var nú ekki minn fyrsti leiksigur. En hann var mjög góður.“ Vísir/Steingrímur Dúi
Fálkaorðan Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira