Hróshringur þingmanna: „Maðurinn er mjög þrjóskur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2022 16:46 Þingmenn voru fengnir til að fara í „hróshring“ í Kryddsíld Stöðvar 2. Björn Leví Gunnarsson, sem jafnan hefur gagnrýnt fjármálaráðherra harðlega, var fenginn til að hrósa Bjarna Benediktssyni. Sigmundur Davíð fékk svo það hlutverk að hrósa Birni Leví. Björn Leví sagðist sjaldan hafa rætt við fjármálaráðherra, alla vega á persónulegu nótunum, en gæti hins vegar vel hrósað honum fyrir pólitísk útspil: „Ég kann að meta fólk sem kann að spila leiki. Og Bjarni kann tvímælalaust að spila leikinn, hann er rosalega góður í því og ég ber virðingu fyrir því.“ Kryddsíld í heild sinni: Bjarni fékk það hlutverk að hrósa Þorgerði Katrínu, sem áður var í Sjálfstæðisflokknum. Það þótti honum ekki erfitt: „Þorgerður, minn gamli félagi og samstarfsmaður, er ofboðslega kraftmikil kona. Hún mætir til leiks sigurviss og brött í baráttuna alltaf, ég held að það sé eiginleiki sem er öfundsverður,“ sagði Bjarni meðal annars. Þingmennirnir virtust ekki eiga í erfiðleikum með að hrósa hver öðrum, þrátt fyrir svipinn á myndinni.Vísir/Hulda Margrét Þorgerður hrósaði Ingu Sæland og sagði ótrúlega gaman að vinna með henni: „Hún er ekki bara vindorkuver, hún er kjarnorkusprengja - liggur við - inn í íslenska pólitík. Það sem mér hefur fyrst og fremst þótt vænt um er að hún er alltaf sönn sínu umboði.“ Hringurinn gekk áfram og Inga Sæland fékk að hrósa Sigurði Inga: „Að vinna með Sigurði Inga eru ákveðin forréttindi vegna þess að hann er alltaf tilbúinn til þess að fara milliveginn. Hann er alltaf tilbúinn til að vera jákvæður. Hann er leiðtogi, og ég verð að segja það, að ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum þó við séum ekki alltaf sammála í pólitík.“ Sigurður Ingi hrósaði Kristrúnu Frostadóttur og sagði fyrstu kynni vel hafa farið af stað: „Hún kom mér fyrir sjónir sem áhugasöm, með þekkingu á mörgum málum og mikinn vilja til að taka þátt. Síðan hún varð formaður sá ég að hún vill feta þessa leið að finna jákvæðar lausnir.“ Þingmennirnir áttu ekki í erfiðleikum með að hrósa hver öðrum.Vísir/Hulda Margrét Kristrún sagði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vera mikla fyrirmynd: „Ég held að það sé ekki af ástæðulausu að hún er vinsælasti stjórnmálamaður landsins og auðvitað er ástæða fyrir því. Ég held að fólk upplifi fyrst og fremst að hún sé heiðarleg og alþýðleg, ætla ég að leyfa mér að segja. Ég ber mikla virðingu fyrir þér, Katrín.“ Því næst sagði Katrín Jakobsdóttir að leiðir þeirra Sigmundar Davíð hafi legið lengi saman, allt síðan á Ríkisútvarpinu: „Mér þykir vænt um Sigmund, hann er flugmælskur, á merkilega sögu sem stjórnmálamaður en því miður erum við ósammála um svona 95 prósent. En við erum sammála um að vera ósammála og höfum mjög gaman að því að tala um 5 prósentin,“ sagði Katrín og hló. Loks fékk Sigmundur Davíð það hlutverk að hrósa Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Þeir væru þó langsjaldnast sammála: „Svo verð ég eiginlega að hrósa honum, þó mér sé það nánast þvert um geð, fyrir ákveðna þvermóðsku. Maðurinn er mjög þrjóskur og neitar til dæmis að ganga í skóm, neitar að setja á sig bindi en maður verður að bera ákveðna virðingu fyrir þeirri þrautseigju; að láta ekki segja sér til og vera eins og maður er.“ Sigmundur Davíð gerði létt grín að Birni Leví, sem var á sokkaleistunum í Kryddsíldinni.Vísir/Hulda Margrét Kryddsíld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Björn Leví sagðist sjaldan hafa rætt við fjármálaráðherra, alla vega á persónulegu nótunum, en gæti hins vegar vel hrósað honum fyrir pólitísk útspil: „Ég kann að meta fólk sem kann að spila leiki. Og Bjarni kann tvímælalaust að spila leikinn, hann er rosalega góður í því og ég ber virðingu fyrir því.“ Kryddsíld í heild sinni: Bjarni fékk það hlutverk að hrósa Þorgerði Katrínu, sem áður var í Sjálfstæðisflokknum. Það þótti honum ekki erfitt: „Þorgerður, minn gamli félagi og samstarfsmaður, er ofboðslega kraftmikil kona. Hún mætir til leiks sigurviss og brött í baráttuna alltaf, ég held að það sé eiginleiki sem er öfundsverður,“ sagði Bjarni meðal annars. Þingmennirnir virtust ekki eiga í erfiðleikum með að hrósa hver öðrum, þrátt fyrir svipinn á myndinni.Vísir/Hulda Margrét Þorgerður hrósaði Ingu Sæland og sagði ótrúlega gaman að vinna með henni: „Hún er ekki bara vindorkuver, hún er kjarnorkusprengja - liggur við - inn í íslenska pólitík. Það sem mér hefur fyrst og fremst þótt vænt um er að hún er alltaf sönn sínu umboði.“ Hringurinn gekk áfram og Inga Sæland fékk að hrósa Sigurði Inga: „Að vinna með Sigurði Inga eru ákveðin forréttindi vegna þess að hann er alltaf tilbúinn til þess að fara milliveginn. Hann er alltaf tilbúinn til að vera jákvæður. Hann er leiðtogi, og ég verð að segja það, að ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum þó við séum ekki alltaf sammála í pólitík.“ Sigurður Ingi hrósaði Kristrúnu Frostadóttur og sagði fyrstu kynni vel hafa farið af stað: „Hún kom mér fyrir sjónir sem áhugasöm, með þekkingu á mörgum málum og mikinn vilja til að taka þátt. Síðan hún varð formaður sá ég að hún vill feta þessa leið að finna jákvæðar lausnir.“ Þingmennirnir áttu ekki í erfiðleikum með að hrósa hver öðrum.Vísir/Hulda Margrét Kristrún sagði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vera mikla fyrirmynd: „Ég held að það sé ekki af ástæðulausu að hún er vinsælasti stjórnmálamaður landsins og auðvitað er ástæða fyrir því. Ég held að fólk upplifi fyrst og fremst að hún sé heiðarleg og alþýðleg, ætla ég að leyfa mér að segja. Ég ber mikla virðingu fyrir þér, Katrín.“ Því næst sagði Katrín Jakobsdóttir að leiðir þeirra Sigmundar Davíð hafi legið lengi saman, allt síðan á Ríkisútvarpinu: „Mér þykir vænt um Sigmund, hann er flugmælskur, á merkilega sögu sem stjórnmálamaður en því miður erum við ósammála um svona 95 prósent. En við erum sammála um að vera ósammála og höfum mjög gaman að því að tala um 5 prósentin,“ sagði Katrín og hló. Loks fékk Sigmundur Davíð það hlutverk að hrósa Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Þeir væru þó langsjaldnast sammála: „Svo verð ég eiginlega að hrósa honum, þó mér sé það nánast þvert um geð, fyrir ákveðna þvermóðsku. Maðurinn er mjög þrjóskur og neitar til dæmis að ganga í skóm, neitar að setja á sig bindi en maður verður að bera ákveðna virðingu fyrir þeirri þrautseigju; að láta ekki segja sér til og vera eins og maður er.“ Sigmundur Davíð gerði létt grín að Birni Leví, sem var á sokkaleistunum í Kryddsíldinni.Vísir/Hulda Margrét
Kryddsíld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira