Erlent

Bolsonaro sagður hafa flúið til Bandaríkjanna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa flúið til Bandaríkjanna, degi áður en nýkjörinn forseti Lula da Silva tekur við forsetaembættinu. 

Skrifstofa varaforsetaembættis Brasilíu hefur gefið út tilkynningu um að varaforsetinn fari nú með forsetavaldið í landinu. Gefur þetta til kynna að Bolsonaro hafi komið sér úr landi og hafi í hyggju að sniðganga innsetningarathöfn Lula da Silva á morgun. Hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé viðstaddur innsetningarathöfn verðandi forseta og afhendi honum forsetabrjóstborða.

Samkvæmt ratsjám sem fylgjast flugferðum lenti flugvél forsetans í Orlando í Bandaríkjunum í gær. 

Bolsonaro hefur ítrekað gefið það út að hann muni ekki færa Lula forsetaborðann. Hann ávarapði stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann hélt úr landi. Þar fjallaði hann um afrek sín á forsetastóli og hvatti stuðningsmenn sína til að halda sinni baráttu gegn Lula áfram. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×