Fótbolti

Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir

Valur Páll Eiríksson skrifar
Styttan fræga í Ríó hefur verið lýst upp í fánalitum Brasilíu, til heiðurs Pelé.
Styttan fræga í Ríó hefur verið lýst upp í fánalitum Brasilíu, til heiðurs Pelé. Wagner Meier/Getty Images

Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans.

Pelé er af mörgum talinn einn allra besti fótboltamaður sögunnar. Hann hafði mikil áhrif á framþróun íþróttarinnar og sýndi hluti á fótboltavellinum sem fáir höfðu áður séð.

Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts hans en hann léstí gær, 82 ára að aldri.

„Hann gaf fátækum og þeldökkum rödd, en mest af öllu kom hann Brasilíu á kortið. Fótbolti og Brasilía hafa orðið stærri þökk sé kónginum. Hann er farinn, en töfrar hans lifa áfram. Pelé er eilífur!“ er á meðal þess sem Neymar, leikmaður PSG og brasilíska landsliðsins sagði um Pelé eftir fregnirnar af andláti hans.

Styttan fræga af Jesú Kristi sem vakir yfir Ríó de Janeiro hefur þá verið lýst upp í fánalitum Brasilíu til að heiðra Pelé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×