Útlit fyrir talsverða ófærð suðvestantil á gamlársdag Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 14:24 Það hefur verið nóg að gera í snjómokstri í Reykjavík undanfarnar tvær vikur. Enn á að bæta í snjóinn á gamlársmorgun. Vísir/Vilhelm Talsverð ófærð gæti orðið suðvestanlands snemma á gamlársdag þegar snjókomubakki fer yfir landið, að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Nú sér þó fyrir enda á nokkurra vikna kuldakasti. Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa. Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa.
Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15