Útlit fyrir talsverða ófærð suðvestantil á gamlársdag Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 14:24 Það hefur verið nóg að gera í snjómokstri í Reykjavík undanfarnar tvær vikur. Enn á að bæta í snjóinn á gamlársmorgun. Vísir/Vilhelm Talsverð ófærð gæti orðið suðvestanlands snemma á gamlársdag þegar snjókomubakki fer yfir landið, að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Nú sér þó fyrir enda á nokkurra vikna kuldakasti. Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa. Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa.
Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15