Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Eiður Þór Árnason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. desember 2022 15:57 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. „Við erum enn í næst lægsta viðbúnaðarstigi og þetta stig er þannig að hinn almenni borgari ætti ekki að verða var við þessa breytingu. Þetta snýr fyrst og fremst að verklagi lögreglu og viðbrögðum því tengt,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B en að sögn lögreglu felur hærra stigið í sér aukinn viðbúnað og að vísbendingar um öryggisógnir séu til staðar. Þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Hyggst lögreglan hafa samráð við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og yfirfara fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem hún telur ástæðu til að vakta sérstaklega. Á svipuðum stað og Noregur og Svíþjóð Ríkislögreglustjóri hefur unnið að því að breyta hættumatinu sem það styðst við vegna hryðjuverkaógnar og færa viðmið til samræmis við það sem gildir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lögreglan hefur nú tekið upp sama fimm stiga kvarða og telur greiningardeild ríkislögreglustjóra Ísland í dag vera á þriðja stigi. Samkvæmt því er aukin ógn, ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka talin vera til staðar. Karl Steinar segir nýja kvarðann auðvelda allan samanburð við hin Norðurlöndin. Ísland sé núna á sama stigi og Svíþjóð og Noregur en lægra en í Danmörku. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. „Við teljum að lögreglan hafi fulla burði til að takast á við þá stöðu sem við erum í og við erum þess vegna ekkert hrædd við það að greina frá því hvar við teljum okkur vera og teljum að almenningur sé ekki í neinni hættu, og hann á ekki að vera það. Við grípum til þeirra ráðstafana sem við teljum eðlilegt að gera í samræmi við þær reglur sem við höfum á hverjum tíma.“ Hvetur fólk til að skoða gögn málsins Verjendur mannanna tveggja sem handteknir voru vegna gruns um aðild að skipulagningu hryðjuverka hafa gagnrýnt lögregluna harðlega og jafnvel ásakað hana um sýndarmennsku. Karl Steinar gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég hvet menn bara til að lesa þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu meira og minna. Ég kýs að fara ekki í einhverjar málalengingar út frá því. Mér finnst það mjög ófaglegt.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði sínum setti Landsréttur spurningarmerki við að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Byggði ákvörðunin um að sleppa þeim meðal annars á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að telja að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg líkt og eins og áskilið er samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Dómsmál Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
„Við erum enn í næst lægsta viðbúnaðarstigi og þetta stig er þannig að hinn almenni borgari ætti ekki að verða var við þessa breytingu. Þetta snýr fyrst og fremst að verklagi lögreglu og viðbrögðum því tengt,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B en að sögn lögreglu felur hærra stigið í sér aukinn viðbúnað og að vísbendingar um öryggisógnir séu til staðar. Þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Hyggst lögreglan hafa samráð við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og yfirfara fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem hún telur ástæðu til að vakta sérstaklega. Á svipuðum stað og Noregur og Svíþjóð Ríkislögreglustjóri hefur unnið að því að breyta hættumatinu sem það styðst við vegna hryðjuverkaógnar og færa viðmið til samræmis við það sem gildir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lögreglan hefur nú tekið upp sama fimm stiga kvarða og telur greiningardeild ríkislögreglustjóra Ísland í dag vera á þriðja stigi. Samkvæmt því er aukin ógn, ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka talin vera til staðar. Karl Steinar segir nýja kvarðann auðvelda allan samanburð við hin Norðurlöndin. Ísland sé núna á sama stigi og Svíþjóð og Noregur en lægra en í Danmörku. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. „Við teljum að lögreglan hafi fulla burði til að takast á við þá stöðu sem við erum í og við erum þess vegna ekkert hrædd við það að greina frá því hvar við teljum okkur vera og teljum að almenningur sé ekki í neinni hættu, og hann á ekki að vera það. Við grípum til þeirra ráðstafana sem við teljum eðlilegt að gera í samræmi við þær reglur sem við höfum á hverjum tíma.“ Hvetur fólk til að skoða gögn málsins Verjendur mannanna tveggja sem handteknir voru vegna gruns um aðild að skipulagningu hryðjuverka hafa gagnrýnt lögregluna harðlega og jafnvel ásakað hana um sýndarmennsku. Karl Steinar gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég hvet menn bara til að lesa þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu meira og minna. Ég kýs að fara ekki í einhverjar málalengingar út frá því. Mér finnst það mjög ófaglegt.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði sínum setti Landsréttur spurningarmerki við að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Byggði ákvörðunin um að sleppa þeim meðal annars á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að telja að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg líkt og eins og áskilið er samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á.
Dómsmál Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06
Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43