Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. desember 2022 11:51 Framgangi íranskra stjórnvalda hefur verið mótmælt víða um heim. Hér má sjá hvatningu til breskra stjórnvalda frá 21. desember síðastliðnum. Getty/Anadolu Agency Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Mótmæli vegna andláts hennar hafa staðið yfir síðan um miðjan september. Tveir hafa nú þegar verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælunum. Aukin harka virtist færast yfir þegar greint var frá því að mikill meirihluti íranska þingsins hefði skrifað undir opið bréf sem hvatti dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku. Fram kom að 227 af 290 þingmönnum hafi undirritað bréfið. Nú greina mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá hafi að minnsta kosti ellefu úr þessum hundrað manna hópi þegar verið dæmd til dauða. Þau sem eigi dauðadóm yfir höfði sér hafi lítinn möguleika á aðstoð og ekki greiðan aðgang að lögfræðiþjónustu. Þá séu dauðadómarnir notaðir til þess að hræða mótmælendur og fæla þá frá því að taka þátt. Greint er frá því að karlmennirnir tveir sem hafi þegar verið teknir af lífi vegna mótmælanna hafi báðir verið 23 ára gamlir. Mannréttindasamtökin segja nú 476 mótmælendur hafa látið lífið í átökunum en í nóvember greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að að minnsta kosti 14 þúsund manns hafi verið handtekin vegna mótmælanna síðan þau hófust. Mótmælaalda í Íran Íran Tengdar fréttir Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06 Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Mótmæli vegna andláts hennar hafa staðið yfir síðan um miðjan september. Tveir hafa nú þegar verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælunum. Aukin harka virtist færast yfir þegar greint var frá því að mikill meirihluti íranska þingsins hefði skrifað undir opið bréf sem hvatti dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku. Fram kom að 227 af 290 þingmönnum hafi undirritað bréfið. Nú greina mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá hafi að minnsta kosti ellefu úr þessum hundrað manna hópi þegar verið dæmd til dauða. Þau sem eigi dauðadóm yfir höfði sér hafi lítinn möguleika á aðstoð og ekki greiðan aðgang að lögfræðiþjónustu. Þá séu dauðadómarnir notaðir til þess að hræða mótmælendur og fæla þá frá því að taka þátt. Greint er frá því að karlmennirnir tveir sem hafi þegar verið teknir af lífi vegna mótmælanna hafi báðir verið 23 ára gamlir. Mannréttindasamtökin segja nú 476 mótmælendur hafa látið lífið í átökunum en í nóvember greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að að minnsta kosti 14 þúsund manns hafi verið handtekin vegna mótmælanna síðan þau hófust.
Mótmælaalda í Íran Íran Tengdar fréttir Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06 Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. 12. desember 2022 08:06
Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24