Ætluðu að labba fimm kílómetra niður að Reynisfjöru í klofdjúpum snjó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. desember 2022 16:45 Landeigandi veltir því fyrir sér hvort upplýsingagjöf hafi verið fullnægjandi, eða hvort ferðamenn vanmeti veðuráttuna. Vísir/Vilhelm Ferðamenn ætluðu að labba niður í Reynisfjöru, um fimm kílómetra aðra leið, í kafsnjó og fimbulkulda. Landeigandi hringdi á lögreglu sem sett hefur upp lokunarpósta við veginn. Vegurinn niður að Reynisfjöru hefur verið ófær vegna fannfergis í dag og hefur því ekki verið hægt að keyra niður að fjörunni. Ferðamenn létu snjóinn ekki stoppa sig, lögðu bílunum við þjóðveginn og ætluðu að labba niður eftir, rétt fyrir myrkur. Leiðin er um fimm kílómetra löng; tíu kílómetrar fram og til baka. Íris Guðnadóttir landeigandi segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki séð jafn mikinn snjó í fleiri áratugi. „Ég lít út um gluggann og sé 25 manna strollu sem er að ganga niður í Reynisfjöru. Og það er náttúrulega klofdjúpur snjór sums staðar og það er ekkert búið að ryðja veginn.“ Hún segist hafa haft samband við lögregluna sem þá var mætt á staðinn við afleggjarann til að passa að fleira fólk færi ekki fótgangandi niður að fjörunni. „Ég hugsa að ég rúlli bara og athugi með fólk því það er svolítið löng leið að labba til baka í myrkrinu, ef maður er orðinn kaldur, búinn að labba fimm kílómetra í miklum snjó og labba svo fimm kílómetra til baka,“ segir Íris. Á staðinn er nú mættur veghefill til að ryðja veginn en vegurinn var algjörlega ófær. Hún segir að stórar dráttarvélar hafi ekki einu sinni dugað til. „Þetta blessaðist allt saman sem betur fer. Ef veghefillinn hefði ekki komið þá hefði bara þurft að senda snjóbíl eða eitthvað slíkt til að sækja þetta fólk.“ Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 „Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Vegurinn niður að Reynisfjöru hefur verið ófær vegna fannfergis í dag og hefur því ekki verið hægt að keyra niður að fjörunni. Ferðamenn létu snjóinn ekki stoppa sig, lögðu bílunum við þjóðveginn og ætluðu að labba niður eftir, rétt fyrir myrkur. Leiðin er um fimm kílómetra löng; tíu kílómetrar fram og til baka. Íris Guðnadóttir landeigandi segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki séð jafn mikinn snjó í fleiri áratugi. „Ég lít út um gluggann og sé 25 manna strollu sem er að ganga niður í Reynisfjöru. Og það er náttúrulega klofdjúpur snjór sums staðar og það er ekkert búið að ryðja veginn.“ Hún segist hafa haft samband við lögregluna sem þá var mætt á staðinn við afleggjarann til að passa að fleira fólk færi ekki fótgangandi niður að fjörunni. „Ég hugsa að ég rúlli bara og athugi með fólk því það er svolítið löng leið að labba til baka í myrkrinu, ef maður er orðinn kaldur, búinn að labba fimm kílómetra í miklum snjó og labba svo fimm kílómetra til baka,“ segir Íris. Á staðinn er nú mættur veghefill til að ryðja veginn en vegurinn var algjörlega ófær. Hún segir að stórar dráttarvélar hafi ekki einu sinni dugað til. „Þetta blessaðist allt saman sem betur fer. Ef veghefillinn hefði ekki komið þá hefði bara þurft að senda snjóbíl eða eitthvað slíkt til að sækja þetta fólk.“
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00 „Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. 23. nóvember 2022 23:00
„Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 22. júní 2022 14:35