Innlent

Fimm­tán hross dauð eftir snjó­flóð nærri Hofs­ósi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Mikið annríki hefur verið hjá björgunarsveitarmönnum síðustu daga.
Mikið annríki hefur verið hjá björgunarsveitarmönnum síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Snjóflóð féll í Skagafirði milli bæjanna Stekkjarbóls og Hólkots í Unadal vestur af Hofsósi fyrir klukkan eitt í dag. Björgunarsveitin Grettir var kölluð út en fimmtán hross voru á svæðinu þar sem snjóflóðið féll.

Björgunarsveitin er enn á svæðinu en hrossin eru öll dauð. Íbúar í Unadal segja að nærliggjandi bóndabýli hafi ekki verið í hættu, hvorki fólk né önnur mannvirki. 

Mikið annríki hefur verið hjá björgunarsveitunum um jólin en snjóþungi og ófærð hefur valdið vandræðum víða.


Tengdar fréttir

Rútan festist aftur og lög­regla mannar lokunar­pósta

Töluvert var um það í gær að fólk hundsaði lokanir á þjóðveginum á Suðurlandi. Gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, sem festist við Pétursey í gær, eftir að ökumaður hennar virti ekki lokun, festist aftur við Dyrhólaey í gærkvöldi.

Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru

Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum.

Virti ekki lokanir og þverar þjóð­veginn

Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×