Innlent

Rútan festist aftur og lög­regla mannar lokunar­pósta

Árni Sæberg skrifar
Mikið hefur mætt á björgunarsveitinni Víkverjum síðastliðna tvo daga.
Mikið hefur mætt á björgunarsveitinni Víkverjum síðastliðna tvo daga. Aðsend/Sigurður Pétur Jóhannsson

Töluvert var um það í gær að fólk hundsaði lokanir á þjóðveginum á Suðurlandi. Gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, sem festist við Pétursey í gær, eftir að ökumaður hennar virti ekki lokun, festist aftur við Dyrhólaey í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ekki hafi enn verið unnt að losa rútuna þegar tilkynningin var rituð í gærkvöldi. Þó hafi björgunarsveitarbílar komist fram hjá henni.

Þar segir að töluvert hafi verið að gera hjá björgunarsveitum milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal við að losa fasta bíla í gær eftir að bílstjórar virtu lokunarpósta að vettugi. Um sextíu strandaglópum var komið í hús í gærkvöldi.

Tveir hópar ferðamanna týndust

Þá segir að í eftirmiðdaginn í gær hafi verið óttast um afdrif tveggja hópa ferðamanna sem höfðu farið í göngu frá hótelum sínum í Reynishverfi og villst af leið. Mikið viðbragð hafi verið sett af stað. 

Ferðamennirnir höfðu samband við Neyðarlínuna en gátu ekki gert sér grein fyrir hvar þeir voru staðsettir. Þreifandi bylur var kominn um þetta leytið, að því er segir í tilkynningu Landsbjargar.

Undir kvöld komust annar hópurinn inn á hótel í Reynisfjöru og hinn hópurinn inn á nærliggjandi sveitabæ.

Búist er við áframhaldandi illviðri á Suðurlandi í dag og voru snjóbílar og önnur björgunartæki því flutt austur í gær, og verða til taks á svæðinu í dag.


Tengdar fréttir

Víða ó­fært og vegir lokaðir

Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi.

Lokað milli Víkur og Kirkju­bæjar­klausturs og ó­vissu­stig á Hellis­heiði

Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×