Innlent

Tíu jólabörn fæddust í ár

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Flest fæddust börnin á Landspítalanum.
Flest fæddust börnin á Landspítalanum. landspítali

Alls fæddust tíu börn á aðfangadag í ár. Jólabörnin voru nokkuð fleiri en á síðasta ári.

Níu börn fæddust á fæðingardeild Landspítalans en í fyrra fæddust sex börn á aðfangadag.

Stúlka fæddist rétt eftir að aðfangadagur rann upp á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.

Ekkert barn fæddist á aðfangadag á Sjúkrahúsinu á Akureyri en þrjú börn fæddust þar í nótt, á jóladag. 

Ekkert barn fæddist á Selfossi heldur en engin svör fengust um fæðingar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands né Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við vinnslu fréttarinnar.

Það er jólalegt um að lítast á fæðingardeildinni á Akranesi.Elísabet Haraldsdóttir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×