Stal jólapakka og úlpu Árni Sæberg skrifar 24. desember 2022 07:23 Gærkvöldið var rólegt í miðborginni, ef marka má dagbókarfærslu lögreglu. Vísir/Vilhelm Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Þar hafði jólapakka með nýjum fötum verið stolið. Því gæti svo farið að einhver endi í jólakettinum eftir athæfið. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að vitað sé hver stóð að baki þjófnaðinum, enda hafi hann sést á upptöku öryggismyndavéla. Þá stal sami maður einnig úlpu af einstaklingi í sömu verslunarmiðstöð. Skömmu síðar var tilkynnt um frekari þjófnað í Kópavogi. Þar hafði maður verið stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslun með fatnað sem hann hafði ekki greitt fyrir. Maðurinn viðurkenndi brotið og kvaðst hafa stolið fötunum því honum væri svo kalt. Þá var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 110 á áttunda tímanum í gærkvöldi. Sá hafði verið að skemma bifreiðar. Rólegt kvöld í miðborginni Af dagbók lögreglunnar að dæma var gærkvöldið óvenjurólegt, allavega miðað við föstudagskvöld. Það skyldi engan furða enda örstutt í jól. Þó virðist sem jólastressið hafi farið illa með suma ökumenn. Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir að hafa ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Þrír þeirra játuðu brot sín skýlaust en einn kvað gult ljós hafa logað. Þá var einn gripinn við ölvunarakstur í hverfi 105. Sá reyndist ekki vera með gild ökuréttindi í þokkabót. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að vitað sé hver stóð að baki þjófnaðinum, enda hafi hann sést á upptöku öryggismyndavéla. Þá stal sami maður einnig úlpu af einstaklingi í sömu verslunarmiðstöð. Skömmu síðar var tilkynnt um frekari þjófnað í Kópavogi. Þar hafði maður verið stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslun með fatnað sem hann hafði ekki greitt fyrir. Maðurinn viðurkenndi brotið og kvaðst hafa stolið fötunum því honum væri svo kalt. Þá var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 110 á áttunda tímanum í gærkvöldi. Sá hafði verið að skemma bifreiðar. Rólegt kvöld í miðborginni Af dagbók lögreglunnar að dæma var gærkvöldið óvenjurólegt, allavega miðað við föstudagskvöld. Það skyldi engan furða enda örstutt í jól. Þó virðist sem jólastressið hafi farið illa með suma ökumenn. Alls voru fjórir ökumenn stöðvaðir fyrir að hafa ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Þrír þeirra játuðu brot sín skýlaust en einn kvað gult ljós hafa logað. Þá var einn gripinn við ölvunarakstur í hverfi 105. Sá reyndist ekki vera með gild ökuréttindi í þokkabót.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira