Friðargangan gengin eftir tveggja ára hlé: „Jólin eru líka hátíð friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 14:14 Friðargangan er gengin á Þorláksmessu ár hvert. Vísir/Egill Aðalsteinsson Friðargangan verður gengin í miðborg Reykjavíkur í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjendur segja sérstaklega mikilvægt að krefjast friðar nú og minna á að jólin séu ekki síst hátíð friðar. Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur. Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur.
Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira